• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Dec

Mikilvægt að fara yfir launaseðlana!

Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það hversu mikilvægt það er fyrir allt launafólk að fara ætíð vel yfir launaseðilinn sinn í hverjum mánuði, enda geta alltaf orðið mistök hjá launafulltrúum við útreikning á launum starfsmanna. Verkalýðsfélag Akraness vill árétta þetta enn og aftur því þótt stundum sé launafólk hlunnfarið vísvitandi, þá er oftar en ekki um mistök um að ræða þegar launafólk fær of lítið útborgað.

Í dag fékk félagið t.d. launaseðil frá einum félagsmanni sem starfar við þjónustustörf og við yfirferð formanns félagsins kom í ljós að viðkomandi starfsmaður var á röngum launataxta og munaði rúmum 15.000 krónum á mánuði og var þessi villa búin að vera um allanga hríð.

Að sjálfsögðu hafði félagið samband við viðkomandi fyrirtæki og óskaði eftir skýringum á þessu og viðurkenndi fyrirtækið um leið og það hafði skoðað viðkomandi starfsmann að hér væri um mistök að ræða og þetta yrði leiðrétt eins langt aftur og villan hafi staðið. Það er því ljóst að viðkomandi starfsmaður mun fá leiðréttingu sem nemur tugum þúsunda og munar launafólk um minna.

Verkalýðsfélag Akraness skorar á félagsmenn sína að fara ætíð vel yfir launaseðlana og ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafa samband við skrifstofuna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image