• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Nov

30.þing Sjómannasambands Íslands

Í gær hófst 30. þing Sjómannasambands Íslands og verður því fram haldið í dag, en Verkalýðsfélag Akraness á þrjá fulltrúa á þinginu. Að þessu sinni er þingið haldið í skugga sýnilegrar óánægju sjómanna með nýgerðan kjarasamning og munu kjaramál því væntanlega vera mikið til umræðu á þinginu. Það er að heyra á sjómönnum almennt að talsverðar líkur séu á því að samningurinn verði felldur í yfirstandandi atkvæðagreiðslu og því er mikilvægt að farið verði yfir þá stöðu sem getur komið upp ef það verður niðurstaðan þegar atkvæði verða talin þann 14. desember nk.

Þau atriði í nýgerðum kjarasamningi sem sjómenn hafa helst verið óhressir með eru til að mynda nýsmíðaálagið og verðlagsmálin, auk þess sem tortryggni ríkir varðandi ákvæði um mönnunarmálin. Eins og fram hefur komið hjá formanni VLFA ríkir gríðarlegt vantraust á milli útgerðarmanna og sjómanna því menn hafa ekki trú á því að þau atriði sem um hefur verið samið komi til framkvæmda. Það er því afar nauðsynlegt að tryggja á einhvern hátt framkvæmd þeirra atriða sem um hefur verið samið milil aðila.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image