• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Feb

Munið aðalfund deilda í kvöld kl. 18

Félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness athugið!

Sameiginlegur aðalfundur Almennrar deildar, Stóriðjudeildar, Opinberrar deildar, Iðnsveinadeildar og Matvæladeildar verður haldinn á Gamla kaupfélaginu fimmtudaginn 25. febrúar kl. 18:00.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Staða kjaramála
3. Farið yfir starfsemi félagsins frá síðasta aðalfundi
4. Önnur mál

Boðið verður upp á súpu og brauð að afloknum fundi.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að fjölmenna!

Aðalstjórn Verkalýðsfélags Akraness

22
Feb

Páskar 2016

Nú er opið fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum félagsins í páskavikunni. Um er að ræða vikuleigu frá 23. til 30. mars. Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu félagsins Sunnubraut 13, á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4309900 til og með 25. febrúar. Úthlutað verður 26. febrúar og þarf að greiða leiguverð við úthlutun.

16
Feb

Samið um 4% álag fyrir starfsmenn á leikskólum Akraneskaupstaðar

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá gekk Verkalýðsfélag Akraness frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga eftir harða kjaradeilu vegna svokallaðs Salek samkomulags. Eins og einnig hefur komið fram þá féll Samband íslenskra sveitarfélaga frá því að samkomulagið þyrfti að vera hluti af kjarasamningi og einnig breytti það inngangi samningsins sem gerði það að verkum að félagið var tilbúið til að ganga frá nýjum kjarasamningi. Kosningu um kjarasamninginn er nú lokið og var hann samþykktur með rúmlega 97% atkvæða.

Rétt er að geta þess að samhliða þessum kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga gekk Verkalýðsfélag Akraness frá samkomulagi við Akraneskaupstað vegna svokallaðra sérákvæða sem gilda bara fyrir starfsmenn Akraneskaupstaðar. Sum ákvæði var félagið með fyrir, svosem sumaruppbót upp á 26.585 kr. sem og júníuppbót til þeirra sem voru í starfi fyrir 30. mars 2005. Nemur sú uppbót 6% af heildarlaunum. Einnig tókst að ná fram í þessu sérsamkomulagi sem formaður gerði við bæjarstjóra, aukavaktarfríi vegna vaktavinnufólks sem starfar á dvalarheimilinu Höfða. 

Þessu til viðbótar gekk félagið frá sérákvæði fyrir ófaglært starfsfólk á leikskólum bæjarins og nemur það álag 4% og mun það verða greitt afturvirkt frá 1. janúar 2015 í næstu útborgun. Þessi 4% eru að skila umræddum starfsmönnum rúmlega 12.000 kr. launahækkun á mánuði og afturvirknin mun nema í kringum 160.000 kr. Eins og einnig hefur komið fram hér á heimasíðunni þá gildir kjarasamningurinn frá 1. maí 2015 þannig að starfsmaður í fullu starfi er að fá hækkun á sínum grunnlaunum um á bilinu 25.000 til 28.000 kr. og afturvirknin mun skila starfsmönnum í kringum 235.000 kr. Starfsmaður í fullu starfi á leikskóla mun því fá uppundir 400.000 kr. vegna afturvirkninnar. Það er ljóst að slík upphæð skiptir fólk máli. 

Félagið er ánægt með að hafa getað gengið frá þessum sérmálum við Akraneskaupstað og samstarfið við fulltrúa Akraneskaupstað þau Regínu Ásvaldsdóttur, Ólaf Adolfsson og Steinar Adolfsson var til mikillar fyrirmyndar enda laut þessi kjaradeila ekki beint að bænum heldur sogaðist bærinn inn í hana vegna Salek samkomulagsins sem Samband íslenskra sveitarfélaga er aðili að. Vill félagið þakka bæjaryfirvöldum fyrir sinn þátt í lausn á deilunni. Hér má sjá myndir frá undirritun samkomulagsins.

12
Feb

Nýr kjarasamningur fyrir starfsfólk Akraneskaupstaðar samþykktur með 97,8% atkvæða

Nú rétt í þessu lauk talningu atkvæða í kosningu um kjarasamning Verkalýðsfélags Akraness og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var þann 3. febrúar síðastliðinn.

Á kjörskrá voru 219 félagsmenn. Greidd atkvæði voru 46 talsins svo kosningaþátttaka var 21%. Já sögðu 44. Nei sagði 1. Einn seðill var auður og enginn ógildur.

Samningurinn telst því samþykktur með 97,8% greiddra atkvæða sem er yfirgnæfandi meirihluti og mun samningurinn því strax taka gildi.

11
Feb

Kynningarfundur var haldinn í gær vegna kjarasamnings við Akraneskaupstað

Í gær hélt Verkalýðsfélag Akraness kynningarfund fyrir starfsmenn Akraneskaupstaðar vegna nýgerðs kjarasamnings sem félagið gerði við Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir skemmstu. Formaður fór yfir helsta innihald samningsins en byrjaði á því að þakka starfsmönnum kærlega fyrir skilninginn og stuðninginn sem var fólginn í þeirri biðlund sem starfsmenn Akraneskaupstaðar sýndu félaginu í þessari erfiðu kjaradeilu. Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni snerist sú deila að litlu leyti um launabreytingar en aðallega um Salek samkomulagið. Það hefur líka komið fram hér að þetta mál fór fyrir Félagsdóm en niðurstaðan var sú að Samband íslenskra sveitarfélaga féll frá því að gera kröfu um að Salek samkomulagið yrði fylgiskjal og inngangi samningins hjá VLFA var breytt miðað við aðra samninga sem Sambandið hafði gert. Formaður tók fram að það er gríðarlega mikilvægt að vera með félagsmenn sem hafa þennan skilning og styðja félagið sitt í orði og á borði þegar á reynir. 

Það voru einnig nokkur sérákvæði sem félagið þurfti að berjast fyrir, meðal annars sérákvæði sem lýtur að 4% álagi fyrir starfsmenn í leikskólum en félagið gekk frá slíku samkomulagi við forsvarsmenn Akraneskaupstaðar og mun það gilda fyrir alla starfsmenn sem nú eru í starfi og verður leiðrétt afturvirkt til 1. janúar 2015. Það mun skila starfsmönnum á leikskólum afturvirkni sem nemur um 73.000 kr. fyrir fullt starf. Algengt er að starfsmenn í fullu starfi muni fá leiðréttingu sinna launa þetta í kringum 220-250.000 kr. enda gildir samningurinn frá 1. maí 2015. Það var ánægjulegt að heyra að starfsmenn voru ánægðir með þá staðfestu sem félagið hefur sýnt í þessu máli en þokkalega góð mæting var á kynningarfundinn og virtust félagsmenn sem taka laun eftir þessum kjarasamningi almennt vera nokkuð sáttir með þá vinnu sem félagið hefur innt af hendi í þessu máli. Sérstaklega var mikil ánægja vegna sérákvæðanna því það var ekki bara þetta 4% álag sem félagið náði til handa starfsmönnum á leikskólum heldur einnig auka vaktafrí fyrir starfsmenn sem starfa í vaktavinnu á dvalarheimilinu Höfða. 

Hægt verður að kjósa um samninginn til kl. 12 á hádegi á morgun, föstudag, á skrifstofu félagsins en þeir sem mættu á kynningarfundinn kusu í gær að aflokinni kynningu.  

11
Feb

Öskudagur 2016

Í gær var öskudagur og gleðin allsráðandi á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness eins og reyndar í bænum öllum. Um 400 búningaklæddar furðuverur sungu fyrir starfsmenn félagsins í gær og uppskáru sælgæti að launum. Hægt er að skoða myndir hér og einnig á Facebook-síðu félagsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image