• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Jan

Aðalfundur iðnsveinadeildar var haldinn í gærkvöldi

Aðalfundur iðnsveinadeildar var haldinn í gærkvöldi. Ekki urðu breytingar á stjórn deildarinnar en eftirfarandi aðilar skipa stjórn iðnsveinadeildar:

Gísli Björnsson - ritari 

Snorri Guðmundsson - vararitari

Guðni Ragnarsson - meðstjórnandi

Grímar Teitsson - varameðstjórnandi

22
Jan

Aðalfundur iðnsveinadeildar haldinn í kvöld

Minnum á aðalfund iðnsveinadeildar sem haldinn verður í kvöld kl.20:00 að Sunnubraut 13.  Dagskrá fundarins er venjubundin aðalfundastörf sem og önnur mál.  Félagsmenn sem tilheyra iðnsveinadeildinni eru hvattir til að mæta. 

19
Jan

Hallað á Vestlendinga í samgöngumálum

Það verður ekki annað sagt en að einar mestu framfarir í samgöngu-málum okkar Íslendinga hafi verið þegar Spölur ákvað að ráðast í það stóra verkefni að grafa göng undir Hvalfjörð.  Það ber að þakka þeim einstaklingum sem höfðu á sínum tíma kjark og þor til að ráðast í jafn viðamikið verkefni og framkvæmd Hvarfjarðarganga var. 

Gríðarleg aukning hefur orðið á umferð um göngin á liðnum árum og því hefur Spölur nú svigrúm til að lækka veggjaldið um 15% til 20% eins og kom fram hjá Gísla Gíslasyni stjórnarformanni Spalar í Morgunblaðinu í gær. Einng kom fram í Morgunblaðinu í gær að Spölur muni ekki nýta sér það svigrúm sem það hefur til lækkunar á veggjaldinu heldur safni upp í ný göng með því að lækka ekki veggjaldið.  Þess í stað á nota þessar umframtekjur til undirbúnings tvöföldunar hringvegarins á Kjalarnesi og tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Það getur vart talist eðlilegt að við sem notum göngin hvað mest eigum að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af vegaframkvæmdum hér á Vesturlandi.  Í könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum kom fram að fimmti hver bíll sem ekur um Hvalfjarðargöng kemur af Vesturlandi.

Formaður félagsins getur vart orða bundist yfir þessum áformum og spyr sig hví í ósköpunum á að greiða veggjald í Hvalfjarðargöngum?  Þessi gjaldtaka þekkist ekki í öðrum jarðgöngum, nægir þar að nefna í því sambandi Vestfjarðagöng, Fáskrúðsfjarðargöng og í Héðinsfjarðargöngum þegar vinnu við þau lýkur. 

Látum vera að Spölur standi við þá samninga sem gerðir hafa verið vegna Hvalfjarðarganga og klári að innheimta veggjald til ársins 2018 eins og samningar segja til um, en það er algerlega óeðlilegt og óviðunandi að gjaldtaka skuli vera nefnd í hvert sinn sem rætt er um samgöngubætur á Vesturlandi.  Gjaldtakan er óeðlileg vegna þess að hún þekkist ekki annarsstaðar í vegakerfinu, hvorki í öðrum jarðgöngum né við tvöföldun Reykjanesbrautar og ekki eru hugmyndir um að innheimta vegtoll vegna tvöföldunar á Suðurlandsvegi. 

Rétt er að nefna það að ávinningur Vegagerðarinnar af tilkomu Hvalfjarðarganga er gríðarlegur og nægir þar að nefna það að Akraborgin fékk umtalsverðan styrk frá Vegagerðinni ár hvert meðan hún var í siglingum á milli Akraness og Reykjavíkur og einnig hefur viðhaldskostnaður á veginum í Hvalfirði nánast horfið eftir að göngin opnuðu 1998.  Það er alveg ljóst að verulegar upphæðir hafa sparast hjá Vegagerðinni vegna þessara tveggja þátta. 

Fjölmargir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness þurfa að aka um Hvalfjarðargöng á hverjum degi vegna vinnu sinnar og ljóst er að umtalsverður kostnaður leggst á þessa félagsmenn.  Svo dæmi sé tekið þá þarf félagsmaður sem ekur göngin fimm daga vikunnar að greiða 140.421 kr. á ári sé miðað við ódýrasta veggjaldið.  Sé tekið tillit til skatta og annarra gjalda þá er kostnaðurinn um 200 þúsund krónur á ári.  Á þessu sést að hér er um umtalsverða hagsmuni að ræða fyrir þá félagsmenn sem aka göngin vinnu sinnar vegna.

Það er mat formanns félagsins að það sé algerlega óviðunandi ef innheimta á veggjaldi heldur áfram eftir að búið verður að greiða niður þau lán sem eftir eru tengd Hvalfjarðargöngum.  Það er algert lágmark að við Vestlendingar sitjum við sama borð og aðrir landsmenn hvað varðar gjaldfrjáls jarðgöng. Það er löngu orðið tímabært að samgöngumálaráðherra taki til hendinni hvað varðar vegaframkvæmdir hér á Vesturlandi og þá sér í lagi hvað varðar tvöföldun á einum hættulegasta vegi landsins, Vesturlandsvegi. 

Vissulega ber að fagna því að það er komin hreyfing á vegaframkvæmdir hér á Vesturlandi, en það er alls ekki hægt að fagna því ef þær framkvæmdir eiga að vera fjármagnaðar með veggjöldum.  Það verða allir landsmenn að sitja við sama borð hvað varðar kostnað vegna vegaframkvæmda. 

17
Jan

Hvaða forsendur liggja að baki gjaldskrárhækkunum Akraneskaupstaðar?

Eins fram hefur komið á heimasíðu Skessuhorns að undanförnu þá eru hin ýmsu gjöld Akraneskaupstaðar að hækka umtalsvert.  Vitnar vefur Skessuhorns í úttekt sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á breytingum á álagninga- og gjaldskrám hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins.  Í þessari úttekt hjá ASÍ kemur fram að gjaldskrá Akraneskaupstaðar hækkar umtalsvert á þessu ári, t.d. hækka fasteignargjöld um 12.5%, holræsagjöld um 10% og sorphirðugjöld um 8%. 

Sjö sveitarfélög sáu sig knúin til að hækka fasteignargjöldin, en rétt er að nefna það að fjögur sveitarfélög lækkuðu hjá sér fasteignagjöldin.    

Einnig kemur fram að níu af 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins eru með lægri dagvistunargjöld en Akraneskaupstaður. 

Formaður Verkalýðsfélags Akraness harmar þessar gjaldskrár hækkanir hjá Akraneskaupstað sem og hjá öðrum sveitarfélögum sem hækkuðu gjaldskrár sínar.  Einfaldlega vegna þess að þessar hækkanir eru ekki til þess fallnar að hjálpa til við að ná niður þeirri verðbólgu sem verið hefur alltof há hér á landi að undanförnu.

Formanni félagsins þætti fróðlegt að vita á hvaða forsendum þessar gjaldskrárhækkanir eru byggðar hjá Akraneskaupstað og sér í lagi vegna þess mikla hagvaxtar sem orðið hefur hér á Akranesi í kjölfar þenslunnar á Grundartangasvæðinu. Það er til að mynda mun skiljanlegra að sveitarfélög sem orðið hafa fyrir töluverðri fólksfækkun og þar af leiðandi minnkandi tekjum á undanförnum árum vegna ýmissa ástæðna þurfi að hækka sínar gjaldskrár eins og t.d. sveitarfélög á borð við Ísafjörð, Vestmannaeyjar og Sauðárkrók.

Eins og áður hefur komið fram þá á formaður férlagsins mun erfiðra með að skilja gjaldskrárhækkanir þeirra sveitarfélaga sem notið hafa umtalsverðs hagvaxtar að undanförnu eins og Akraneskaupstaður. 

Það liggur fyrir að aldrei hafa fleiri búið á Akranesi eins og akkúrat núna og væntanlega hafa tekjur sveitafélagsins hækkað umtalsvert á liðnum árum í kjölfar fólksfjölgunar.  Það gengur ekki upp lengur að almennt verkafólk sé eitt og sér látið viðhalda stöðugleikanum hér á landi, það verða allir að taka þátt í því, líka sveitarfélögin.

16
Jan

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið dagssetningar aðalfunda deilda

Félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness athugið!

Aðalfundir deilda félagsins verða haldnir sem hér segir:

Iðnsveinadeild...........mánudaginn 22. janúar kl. 20:00

Matvæladeild.......... fimmtudaginn 25. janúar kl. 18:00

Almenn deild.............mánudaginn 29. janúar kl. 18:00

Opinber deild............þriðjudaginn 30. janúar kl. 18:00

Stóriðjudeild..........miðvikudaginn 31. janúar kl. 18:00

 

Dagskrá:

1.  Venjuleg aðalfundarstörf

  2.  Önnur mál

Fundirnir verða allir haldnir í fundarsal félagsins að Sunnubraut 13.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta á fund sinnar deildar.

Aðalstjórn Verkalýðsfélags Akraness

15
Jan

Stjórnarfundur haldinn í kvöld

Stjórnarfundur verður í kvöld hjá aðalstjórn félagsins.   Á fundinum í kvöld verður lögð lokahönd á undirbúning fyrir aðalfundi deildanna.  En eins og lög félagsins kveða á um þá á að vera búið að halda aðalfundi deildanna fyrir janúarlok.  Þegar endanleg niðurröðun á fundartíma hverjar deildar fyrir sig liggur fyrir þá verður það auglýst hér á heimasíðunni sem og í Póstinum og Skessuhorni.

Einnig er verið að leggja lokahönd á dagbók sem jafnframt gildir sem félagsskírteini og verður dagbókin send út til félagsmanna fyrir mánaðarlok ásamt iðgjaldayfirliti og skorar stjórn félagsins á félagsmenn að bera yfirlitið saman við launaseðla sína. Vakni einhverjar spurningar hjá félagsmönnum þá endilega hafið samband við skrifstofu félagsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image