• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fréttir

Fréttir

15
Jul

Laus vika í Súðavík 16. til 23. júlí

Vikan 16. til 23. júlí í Súðavík er nú laus til útleigu, kr. 12.000.  Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, síminn er 430-9900. 

14
Jul

Svar komið frá stjórn Íslenska járnblendifélagsins

Lögmanni Verkalýðsfélags Akraness barst bréf frá stjórn Íslenska járnblendifélagsins í gær er lýtur að ágóðagreiðslum til starfsmanna, en eins og starfsmönnum ÍJ er kunnugt um samþykkti stjórn ÍJ árið 1997 að marka stefnu um ágóðagreiðslu til starfsmanna.  Hafa starfsmenn ÍJ allatíð litið á þessa bókun frá 1997 sem hluta af sínum launakjörum.

Í svari frá Helga Þórhallssyni aðstoðarframkvæmdastjóra sem undirritar bréfið fyrir hönd ÍJ. En í bréfinu segir að þeir hafni með öllu að greiða ágóðahlutdeild til starfsmanna á grundvelli bókunar frá 1997.  En óska eftir viðræðum við félagið um bónusgreiðslur til starfsmanna með hliðsjón af góðri afkomu félagsins vegna ársins 2003.  Ennfremur kemur fram í bréfinu að þær viðræður skulu fara fram á opnum grundvelli og á nokkurra fyrirfram gefinna skuldbindinga af hálfu ÍJ.  Verður það að segjast alveg eins og er að þessi niðurstaða forsvarsmanna ÍJ veldur undrun og miklum vonbrigðum.  Það hefur komið skýrt fram í máli þeirra sem tók þátt í samningagerðinni 1997 fyrir hönd starfsmanna að ef ekki hefði fengist þessi bókun stjórnar þá hefði ekki verið skrifað undir kjarasamninginn 1997 og síðast en ekki síst hafa stjórnendur ÍJ borgað starfsmönnum eftir umræddri bókun en það var árið 1998.  Því er enginn vafi í huga fyrrverandi samningamanna og starfsmanna ÍJ sem og Verkalýðsfélags Akraness að þessi bókun stjórnar ÍJ sé hluti af launakjörum starfsmanna.  Formaður félagsins hefur haft samband við aðaltrúnaðarmann ÍJ og kynnt honum innihald bréfsins.  Fyrirhugað er að halda fund með öllum trúnaðarmönnum ÍJ á mánudaginn kl 13:00 og til þess fundar mun lögmaður Verkalýðsfélags Akraness koma, sem og formaður Sveinafélagsins.  Á þeim fundi verður tekin ákvörðun um hver næstu skref í málinu verða.

09
Jul

Verkalýðsfélag Akraness bíður eftir svarbréfi frá stjórn Íslenska járnblendifélagsins

Beðið er eftir svarbréfi frá stjórnendum Íslenska Járnblendifélagsins er lýtur að arðgreiðslum til starfsmanna Íj.  Í fundargerð frá stjórn Íj frá 1997 var samþykkt að marka stefnu í því að starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins fengju 2% hlutdeild í hagnaði sem væri umfram 200 milljónir.

Verkalýðsfélag Akraness og Sveinafélag málmiðnarmanna vísuðu málinu í lögfræðilega meðferð eftir að forsvarsmenn Íj neituðu að greiða umræddar arðgreiðslur til starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins.  Er það einlæg von stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að það náist samkomulag í þessu máli sem fyrst, og eru reyndar töluverðar líkur á að svo verði, ef lagt er mat á þau samtöl sem lögmaður félagsins hefur átt við forsvarsmenn Íj að undanförnu.

06
Jul

Formaður fundaði með hagfræðingi ASÍ í dag

Formaður félagsins fundaði með hagfræðingi ASÍ í dag.  Félagið óskaði eftir því við  hagdeild ASÍ fyrir nokkrum mánuðum að hún kannaði og reiknaði út fyrir félagið hvort einhver launamunur væri á milli Norðuráls og Ísals, ennfremur var óskað eftir því að kannað yrði hvort  munur sé á launakjörum milli IJ og NÁ. Niðurstöðu er að vænta frá hagfræðingi ASÍ mjög fljótlega.

Formaður félagsins nefndi við Ólaf Darra hagfræðing ASÍ hvort hann væri tilbúinn að aðstoða félagið í komandi kjarasamningum við Norðurál og IJ.  Fram kom í máli Ólafs Darra að hann væri svo sannarlega tilbúinn að aðstoða félögin í komandi samningum sem verða lausir um áramótin.  Er það mat Verkalýðsfélags Akraness að mikill fengur sé í aðstoð hagdeilar ASÍ í þeim erfiðu samningum sem framundan eru hjá NÁ, IJ og Sementverksmiðjunni.

30
Jun

Vikan 9. - 16. júlí laus í Súðavík

Íbúðin í Súðavík var að losna vikuna 9. - 16. júlí og er því laus til útleigu.   Þeir sem hafa áhuga á að skella sér á Vestfirðina í sumar geta því hringt á skrifstofuna í síma 430-9900 eða komið og pantað, fyrstur kemur, fyrstur fær.

29
Jun

Samkomulag að nást við HB-Granda vegna túlkunar á kjarasamningi starfsmanna síldarbræðslunnar ?

Formaður félagsins hefur að undanförnu verið að funda með forstjóra og starfsmannastjóra HB-Granda vegna ágreinings í Fiskimjölsverksmiðjunni, og hefur sá ágreiningur staðið yfir í mörg ár, og því miður hefur ekki tekist að leysa hann.  Ágreiningurinn sem um ræðir lýtur að túlkun á kjarasamningi starfsmanna.  Er það von Verkalýðsfélags Akraness að það takist mjög fljótlega ná samkomulagi við forsvarsmenn HB-Granda um lokaniðurstöðu í þessu leiðindamáli, og reyndar bendir allt til að það verði skrifað undir samkomulag milli deiluaðila  í næstu viku.

25
Jun

Samráðsnefndin gerði gott samkomulag við forsvarsmenn SHA

Fulltrúar Verkalýðsfélags Akraness í samráðsnefnd SHA hafa gengið frá samkomulagi við forsvarsmenn SHA, um hvaða nám og námskeið skulu metin inn sem starfsmenn hafa sótt á liðnum árum og eiga eftir að sækja.  Var samkomulagið kynnt fyrir starfsmönnum á fundi í morgun.  Er það mat okkar í samráðsnefnd að vel hafi tekist til og gott samstarf var við forsvarsmenn SHA. 

24
Jun

Verkalýðsfélag Akraness kynnir starfsemi félagsins fyrir 16 ára unglingum.

Verkalýðsfélag Akraness ætlar að bjóða krökkum sem eru að starfa í vinnuskólanum og verða 16 ára á árinu, í heimsókn á skrifstofu félagsins og kynna starfsemi félagsins fyrir þeim.  Félagið hefur sett sig í samband við forstöðumann Arnardals Einar Skúlason og verður þessi heimsókn og kynning á starfsemi félagsins gerð í samvinnu við hann. Fyrirhugað er að halda þessa kynningu um miðjan júlí.  Þegar starfsmenn félagsins hafa lokið við að kynna hvert hlutverk stéttarfélaga og mikilvægi þeirra er, ætlar félagið að bjóða krökkunum uppá grillaðar pylsur og gos með.

23
Jun

Samráðsnefndin fundar á morgun

Fundað hefur verið stíft að undanförnu með forsvarsmönnum SHA til að komast að samkomulagi hvaða námskeið verða metin til launaflokkahækkunar.  Samráðsnefnd SHA hefur verið boðuð til fundar á morgun kl 9:30, þar sem gengið verður endanlega frá hvaða námskeið samráðsnefndin er sammála um að verði metin í fyrstu.  Ákveðið hefur verið að halda starfsmannafund á Sjúkrahúsi Akraness  föstudaginn 26 júní kl 10:00 og kynna samkomulagið fyrir starfsmönnum.  Þennan kynningarfund halda forsvarsmenn SHA og Verkalýðsfélag Akraness.  Er það mat fulltrúa félagsins í samráðsnefnd SHA að forsvarsmenn SHA hafi verið mjög liðlegir við mat á gömlum námskeiðum sem starfsmenn hafa farið á liðnum árum, og hefur verið afar ánægjulegt hve gott samstarf hefur verið við forsvarsmenn SHA til þessa og verður vonandi í náinni framtíð.

18
Jun

Fundur með forsvarsmönnum Sjúkrahúss Akraness

Samráðsnefnd SHA sem samanstendur af þremur fulltrúum frá VLFA og þremur frá SHA mun funda í næstu viku. Dagskrá  fundarins  verður  að fara yfir hvaða námskeið forsvarsmenn SHA, eru tilbúnir að meta inn til launaflokkahækkunar fyrir starfsmenn. 

Þó nokkrir starfsmenn  hafa farið á hin ýmsu námskeið á liðnum árum sem ekki hefur verið tekið tillit til. En með tilkomu stofnanasamnings við SHA opnast nýjar leiðir þar sem þau námskeið sem starfsmenn SHA hafa sótt á eigin vegum og samráðsnefndin er sammála um að nýtist í starfi, getur hugsanlega leitt til þess að starfsmaður hækki um launaflokk.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image