• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Nov

Formaður félagsins í góðu sambandi við starfsmenn Norðuráls

Formaður félagsins fór uppí Norðurál og hitti  vaktavinnufólk í gærkveldi og svo aftur í kvöld.  Hefur formaður félagsins því hitt allar vaktirnar A, B, C og D.  Það er afar mikilvægt, reyndar nauðsynlegt, að vera í góðu sambandi við starfsmenn til að vita hvaða hugmyndir þeir hafa til komandi kjarasamningsgerðar.  Við sem erum í forsvari í þessum samningum,  verðum að vita hvað starfsmenn vilja það er númer 1, 2 og 3.   Formaður VLFA hefur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum.  Formaður félagsins vill þakka starfsmönnum Norðuráls fyrir frábærar móttökur sem hann fékk í þessum heimsóknum frá öllum vöktunum. 

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur farið á liðnum vikum og hitt starfsmenn Norðuráls alls 4 sinnum til að vera meðvitaður um hver vilji starfsmanna er.  Á næstu dögum mun formaður heyra í dagvinnumönnum, er búinn að heyra einu sinni í þeim.  Hvað varðar Íslenska járnblendifélagið  þá hefur formaður haldið fundi með öllum verkamönnum Íj, hefur hann líka farið á vinnustaðinn margoft og heyrt í starfsmönnum.  Það er og verður stefna okkar sem stjórnum Verkalýðsfélagi Akraness að vera í nánu sambandi við okkar félagsmenn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image