Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


19. apríl í fyrra gekk Verkalýðsfélag Akraness frá kjarasamningi við Elkem Ísland en þetta var einn fyrsti samningurinn sem undirritaður var á hinum almenna vinnumarkaði á síðasta ári. Í þessum nýja samningi var tekið upp nýtt bónuskerfi sem hefur svo sannarlega verið að skila sínu en hámarksbónusinn var hækkaður úr 10% í 13,5%. Gamli bónusinn var að gefa að meðaltali 7,32% sem er um 73% af því sem hann gat gefið en þessi nýji er hinsvegar að gefa núna 11,39% eða sem nemur 84% af hámarkinu. Rétt er að geta þess að bónusinn leggst ofan á öll greidd laun að undanskildum orlofs- og desemberuppbótum.
Frá árinu 2004 hefur félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness boðist ókeypis aðstoð við gerð einfaldra skattframtala á skrifstofu félagsins. Það er Björg Bjarnadóttir sem sér um þessa þjónustu.