• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Mar

Tekist hefur að tryggja starfsemi trésmiðjunnar á Akranesi á ný

Trésmiðjan TH ehf., sem var með höfuðstöðvar á Ísafirði og útibú á Akranesi, var tekin til gjaldþrotaskipta seint á síðasta ári og lagðist um leið af starfsemi fyrirtækisins. Trésmiðja Hnífsdals keypti fyrir nokkrum árum eignir þrotabús Trésmiðju Þráins Gíslasonar ehf. á Akranesi, en sú trésmiðja hafði m.a. tækjakost á landsvísu til innréttingasmíði.

Skiptastjóri þrotabús TH ehf. er Tryggvi Guðmundsson hdl. hjá PACTA lögmönnum á Ísafirði en honum til aðstoðar við ráðstöfun eigna þrotabúsins hefur verið Jón Haukur Hauksson lögmaður hjá PACTA á Akranesi. Eftir flókið söluferli og samningaviðræður hafa nú tekist samningar um sölu á vélum og tækjum þrotabúsins á Akranesi, eignum sem áður tilheyrðu Trésmiðju Þráins. Starfsemi mun því hefjast að nýju í húsunum á næstu dögum með fjölda starfsmanna.

Kaupandinn er félag í tengslum við SS verktaka ehf. en það fyrirtæki hefur töluvert starfað á Akranesi, byggði meðal annars Akraneshöllina, verslunarmiðstöðina við Þjóðbraut 1 og verslunar- og fjölbýlishúsið við Kirkjubraut 12. Að sögn skiptastjóra mun kaupandinn, auk þess að kaupa vélar og tæki, ganga frá leigu á verkstæðishúsi við Hafnarbraut og Vesturgötu af Byggðastofnun, með möguleika á kaupum í framtíðinni.

„Það er afar ánægjulegt að í þessu söluferli hefur með samvinnu þrotabúsins og veðhafa, m.a. Byggðastofnunar og Íslandsbanka f.h. Ergo fjármögnunar, tekist að tryggja áframhaldandi starfsemi trésmiðjunnar á Akranesi. Áður seldi þrotabú TH vélar og tæki í trésmiðjunni á Ísafirði, þar sem fyrrum starfsmenn keyptu og hafa þegar hafið starfsemi,“ segir Jón Haukur Hauksson lögfræðingur í samtali við Skessuhorn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image