• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Mar

Bónuskerfi Elkem Ísland svínvirkar

Verksmiðja Elkem Ísland á Grundartanga19. apríl í fyrra gekk Verkalýðsfélag Akraness frá kjarasamningi við Elkem Ísland en þetta var einn fyrsti samningurinn sem undirritaður var á hinum almenna vinnumarkaði á síðasta ári. Í þessum nýja samningi var tekið upp nýtt bónuskerfi sem hefur svo sannarlega verið að skila sínu en hámarksbónusinn var hækkaður úr 10% í 13,5%. Gamli bónusinn var að gefa að meðaltali 7,32% sem er um 73% af því sem hann gat gefið en þessi nýji er hinsvegar að gefa núna 11,39% eða sem nemur 84% af hámarkinu. Rétt er að geta þess að bónusinn leggst ofan á öll greidd laun að undanskildum orlofs- og desemberuppbótum.

Starfsmaður með 10 ára starfsaldur hjá Elkem Ísland er nú með í grunnlaun tæpar 240 þúsund krónur en heildarlaun með bónus og orlofs- og desemberuppbótum nema nú um 440 þúsund krónum. Rétt er að geta þess að vinnuskylda í stóriðjunum miðast við 156 klukkustundir en ekki 173,33 eins og gerist á hinum almenna vinnumarkaði en hér munar rúmum 17 klukkustundum. Það er afar ánægjulegt að sjá að þetta nýja bónuskerfi skuli virka jafn vel og nú hefur komið í ljós enda hafa bæði eigendur Elkem sem og starfsmenn mikla hagsmuni af því að bónuskerfið virki sem skyldi.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image