• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
 • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Jan

Samningafundur um nýjan kjarasamning við Elkem Ísland

Viðræður um nýjan kjarasamning milli þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að kjarasamningi Elkem Ísland á Grundartanga eru komnar á fullt skrið. Í morgun var haldinn fundur í fundarsal Verkalýðsfélags Akraness.

Á þessum fundi var verið að lesa yfir allar samningsgreinar í samningum því sumar greinar samningsins eiga ekki lengur við. Ekki er farið að ræða að neinu marki launalið samningsins en þó er ljóst að ekki verður samið um minni launabreytingar en um var samið í kjarasamningi Norðuráls á síðasta ári.

Næsti samningafundur hefur verið bókaður á næsta miðvikudag og á þeim fundi er stefnt að því að klára yfirlestur á kjarasamningnum.

               

07
Jan

Félags-og barnamálaráðherra í heimsókn á skrifstofu félagsins

Ásmundur Einar Daðason félags-og barnamálaráðherra kom í heimsókn á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness og áttu formaður félagsins og ráðherrann gott samtal um málefni er lúta að hagsmunum launafólks og stöðunni á íslenskum vinnumarkaði.

Þetta var góður fundur en samskipti VLFA við félagsmálaráðherra hafa ætíð verið góð, en ráðherrann hefur verið duglegur að kíkja í heimsókn á liðnum árum á skrifstofu félagsins, til að fara yfir stöðuna á vinnumarkaðnum og eftirfylgni á þeim atriðum sem lutu að stuðningi stjórnvalda samhliða gerð Lífskjarasamningsins.

04
Jan

Upp undir 100 milljónir greiddar úr sjúkrasjóði VLFA á árinu 2020

Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Akraness greiddi til félagsmanna upp undir 100 milljónir úr sjóðnum á árinu sem nú var að líða.

En um umtalsverða aukningu er að ræða á milli ára eða sem nemur tæpum 19%. Af þessum 100 milljónum voru tæpar 60 milljónir vegna sjúkradagpeninga en félagsmenn eru tryggðir fyrir allt að 80% af launum sínum eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur vegna veikinda.

Fæðingarstyrkur til félagsmanna sem eignuðust barn á árinu nam tæpum 13 milljónum og gleraugnastyrkir til félagsmanna námu 4,5 milljónum. Heilsueflingarstyrkir námu 4,6 milljónum og heilsufarsskoðunarstyrkir námu 5,7 milljónum.

Það er afar ánægjulegt að sjá hversu meðvitaðir félagsmenn eru um þá styrki sem félagið bíður sínum félagsmönnum uppá en upp undir 40% af þeim félagsmönnum sem eru greiðendur í félagið nýttu sér styrki úr sjúkrasjóði félagsins.

22
Des

Stjórn og starfsfólk VLFA óska félagsmönnum sínum gleðilegra jóla

Stjórn og starfsfólk Verkalýðsfélags Akraness óska öllum sínum félagsmönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Opnunartími skrifstofu félagsins verður með eftirfarandi hætti fyrir jól og milli jóla og nýárs:

 

 • 23. desember (Þorláksmessa)     Lokað
 • 28. desember                             11:00 til 16:00
 • 31. desember (gamlársdagur)       Lokað

 

Aðra daga milli jóla og nýárs verður opið með hefðbundum hætti.

21
Des

Aðalfundi sjómannadeildar VLFA frestað vegna Covid 19

Sjómenn sem tilheyra sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness athugið. Vegna takmarkana og skýrra fyrirmæla frá sóttvarnaryfirvöldum vegna COVID 19 þá er hinum árlega aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness sem ætíð er haldinn milli jóla og nýárs frestað ótímabundið.

Stjórn og starfsfólk Verkalýðsfélags Akraness vill óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

21
Des

Réttindi hjá Sjúkrasjóði Verkalýðsfélags Akraness

Vissir þú að félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness njóta fjölbreyttra réttinda hjá sjúkrasjóðnum í samræmi við reglugerð hans?

 

Helstu réttindi eru:

 • Sjúkradagpeningar - 80% af meðaltali þeirra heildarlauna, hámark 500.000.
 • Fæðingarstyrkur - kr. 150.000.
 • Styrkur vegna glasa-, tæknifrjóvgunar eða ættleiðingar - kr. 100.000.
 • Greiðsla vegna Heilsufarsskoðunar (t.d. krabbameinsskoðun, skoðun hjá Hjartavernd, speglanir, tannlæknar) - 50% af kostnaði að hámarki 25.000.
 • Gleraugnastyrkur - 50% af reikningi þó að hámarki 50.000. Hægt er að nýta styrkinn vegna barns félagsmanns, 50% af reikningi að hámarki kr. 22.000.
 • Heyrnartækjastyrkur - 50% af reikningi að hámarki 40.000.
 • Heilsueflingarstyrkur - 50% af reikningi að hámarki 30.000.
 • Sjúkraþjálfun/sjúkranudd hjá löggiltum sjúkraþjálfara/sjúkranuddara – 50% af reikningi að hámarki allt að 50.000. Sama rétt eiga elli- og örorkulífeyrisþegar vegna sjúkraþjálfunar/sjúkranudds, þ.e. allt að 50.000 kr. í eitt skipti.
 • Dánarbætur vegna fráfalls félagsmanns frá kr. 62.762 til 360.000.
 • Sálfræðiþjónusta / fjölskylduráðgjöf – 50% af reikningi að hámarki 50.000.
 • Göngugreining - kostnaður greiddur allt að kr. 10.000.

 

Sjá nánar hér: https://vlfa.is/index.php/sjukrasjodhur/sjukrasjodhur

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image