Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


Formaður fór í gær og kynnti fyrir iðnnemum í Fjölbrautaskóla Vesturlands réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði. Einnig kynnti formaður fyrir iðnnemunum allt það sem Verkalýðsfélag Akraness hefur upp á að bjóða hvað varðar þjónustu og hina ýmsu styrki sem félagið býður sínum félagsmönnum upp á. Félagið er með iðnsveinadeild þannig að þeir sem þarna voru í námi munu væntanlega tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness þegar þeir hafa lokið námi sínu.
Klukkan 8 í morgun hófst kosningin um verkfall verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði. Formaður ítrekar mikilvægi þess að félagsmenn taki þátt í kosningunni og segi já við verkfalli til að knýja fram þá sanngjörnu kröfu um að lágmarkslaun á Íslandi verði orðin 300.000 kr. eigi síðar en innan 3 ára.
Núna er Verkalýðsfélag Akraness ásamt öðrum aðildarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands að undirbúa nýja kosningu til verkfalls. Kjörgögn verða send út fyrir helgi og ættu að vera búin að berast félagsmönnum í byrjun næstu viku en kosningin mun standa yfir frá 13. apríl til 20. apríl.