• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Apr

Samtök atvinnulífsins banna fyrirtækjum að semja beint við stéttarfélögin

Forsvarsmenn ónefnds fyrirtækis höfðu samband við Verkalýðsfélag Akraness og vildu gera samning við félagið fyrir sína starfsmenn. Þeir voru hinsvegar búnir að fá tölvupóst frá Samtökum atvinnulífsins þar sem samtökin kröfðust þess að fyrirtæki innan þeirra gangi alls ekki frá einstökum samningum því slíkt sé verkfallsbrot. 

Það er alveg ljóst að það eru komnir brestir innan Samtaka atvinnulífsins enda hafa forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja nú haft samband og óskað eftir að ganga frá samningum, nánast undantekningalaust í anda þeirrar kröfugerðar sem SGS hefur lagt fram. Nú er greinilega farin að færast harka í málin af hálfu Samtaka atvinnulífsins sem eru byrjuð að slá á fingur aðildarfyrirtækja sinna. 

Það er greinilegt að þeir sem standa að fyrirtækjunum hræðast eðiliega það ástand sem upp er komið á íslenskum vinnumarkaði og það ánægjulega í þessu er það að flest fyrirtækin sem hafa haft samband hafa burði og getu til að ganga að þeim kröfum sem Starfsgreinasambandið hefur lagt fram en þær byggjast á því að dagvinnulaun verði innan þriggja ára orðin 300.000 kr. sem er ígildi 35.000 kr. hækkunar á ári. 

Það má heyra á forsvarsmönnum þessara fyrirtækja að þau vilji þrátt fyrir þessa ábendingu Samtaka atvinnulífsins ganga frá samningum til að forða sinni starfsemi frá verkföllum og að sjálfsögðu er Verkaýðsfélag Akraness reiðubúið til að ganga frá samningum við einstök fyrirtæki áfram til að leysa þann ágreining sem nú er uppi á borði.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image