Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


Formaður Verkalýðsfélags Akraness átti fund með launanefnd sveitarfélaganna hjá ríkissáttasemjara í gær en eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni vísaði félagið kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Farið var yfir stöðuna en það er ljóst að töluverðrar óþreyju er farið að gæta hjá þeim starfsmönnum sem vinna eftir kjarasamningi VLFA við Akraneskaupstað og vonast menn til þess að hægt verði að ganga frá kjarasamningi eins fljótt og kostur er. Það er æði margt í stöðunni sem bendir til þess að kjarasamningur við sveitarfélögin verði með sambærilegu sniði og kauphækkunum og Starfsgreinasamband Íslands samdi um við ríkið fyrir rúmri viku síðan. Sá kjarasamningur gaf í heildina tæp 30% til handa ófaglærðu starfsfólki sem starfar hjá ríkinu.