• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Trúnaðarmannanámskeið í næstu viku Trúnaðarmenn sitja námskeið á Sunnubraut 13
17
Nov

Trúnaðarmannanámskeið í næstu viku

Dagana 23. og 24. nóvember nk. býður Verkalýðsfélag Akraness trúnaðarmönnum sínum á námskeið, en slík námskeið eru haldin árlega á vegum félagsins.

Á fyrri degi námskeiðsins fræðast trúnaðarmenn um samskipti á vinnustað og seinni daginn er á dagskrá námsþátturinn "Að standa upp og tala". Við fræðslu til trúnaðarmanna er unnið eftir námsskrám sem viðurkenndar hafa verið af menntamálaráðuneytinu, og er það Félagsmálaskóli Alþýðu sem annast kennsluna. Fræðslan þrepaskipt og á þessu námskeiði verður farið í gegnum 4. þrep . Ekki er nauðsynlegt að taka þrepin í ákveðinni röð og eru því nýir trúnaðarmenn og þeir reyndari saman á námskeiðunum.

Starf trúnaðarmanna er afar mikilvægt fyrir starfsemi félagsins og þurfa þeir að taka á ýmsum erfiðum málum í sínu starfi. Námskeiðinu er ætlað að gera trúnaðarmönnunum betur kleift að takast á við starf sitt. Samkvæmt kjarasamningum er trúnaðarmanni heimilt að sækja slík námskeið í allt að eina viku á ári án skerðingar á dagvinnulaunum.

Enn eru nokkur pláss laus á námskeiðið og fer skráning fram á skrifstofu VLFA í síma 4309900.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image