Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Ágreiningur um greiðslur á stórhátíðardögum hjá Norðuráli tekinn fyrir í Félagsdómi
Ágreiningur um greiðslu fyrir vinnu á stórhátíðardögum hjá Norðuráli var…
Formaður SGS og forseti ASÍ heimsóttu Drífanda stéttarfélag og kynntu sér atvinnulífið í Vestmannaeyjum
Formaður Starfsgreinasambands Íslands, Villi, ásamt Finnbirni Hermannssyni forseta ASÍ og…


Á síðasta föstudag fundaði formaður félagsins með mannauðsstjóra og fjármálastjóra Elkem Ísland vegna yfirferðar Verkalýðsfélags Akraness á kjarasamningi sem félagið gerði við Elkem á árinu 2014. Í þeim kjarasamningi var gerð breyting á bónusi starfsmanna þar sem tekinn var upp nýr nýtingarbónus en í einni greininni var kveðið á um að þegar starfsmenn hefðu náð 80% hlutfalli af því sem hann getur gefið í heildina skyldi hann hækkaður úr 2,4% upp í 3% eða sem nemur 0,6%. Við yfirferð félagsins á samningnum kom í ljós að 80% hlutfall af þessum bónus hafði náðst í febrúar á þessu ári en fyrirtækið var ekki sammála útreikningi félagsins og á þeirri forsendu var boðað til þessa fundar.
Verklýðsfélag Akraness gekk frá fyrirtækjasamningi við Faxaflóahafnir þann 4. desember síðastliðinn vegna starfsmanna sem starfa í hliðgæslu á Grundartangasvæðinu. Hlutverk hliðgæslumanna á Grundartangasvæðinu er að vakta svæðið og sjá um skráningu allra gáma sem fara inn á svæðið frá stóriðjufyrirtækjunum á Grundartanga, það er að segja Norðuráli og Elkem Ísland.