• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Móttökuathöfn vegna nýs skips sem mun bera nafnið Víkingur AK-100 Hið nýja skip, Víkingur AK-100. (Mynd: Skessuhorn)
21
Dec

Móttökuathöfn vegna nýs skips sem mun bera nafnið Víkingur AK-100

Núna kl. 14 hefst móttökuathöfn við Akraneshöfn í tilefni þess að HB Grandi var að fá nýtt og glæsilegt skip sem ber það virðulega nafn Víkingur AK 100. Þetta nýja skip tekur við af gamla Víkingi, einu aflasælasta uppsjávarskipi sem við Íslendingar höfum átt, en nýja skipið er eitt það glæsilegasta sem nú prýðir íslenskan skipaflota.

Forstjóri HB Granda mun bjóða gesti athafnarinnar velkomna og forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, mun flytja ávarp sem og bæjarstóri Akraness, Regína Ásvaldsdóttir. Það mun hinsvegar koma í hlut Steinunnar Óskar að gefa skipinu formlega nafn og að því loknu mun sóknarprestur okkar Akurnesinga, sr. Eðvarð Ingólfsson, blessa skipið. Að því loknu munu gestir geta fengið að skoða þetta nýja og glæsilega skip. 

Rétt er að geta þess að þónokkrir af skipverjunum á þessu nýja skipi tilheyra sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness og vill Verkalýðsfélag Akraness óska áhöfninni sem og eigendum HB Granda innilega til hamingju með skipið með ósk um góða framtíð þess. Megi það verða jafn farsælt og það skip sem það hefur nú leyst af hólmi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image