• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Mar

Kolmunni berst til Akraness til bræðslu

Faxi RE 9 landaði hér á Akranesi í gær fullfermi af kolmunna til bræðslu.  Formanni félagsins var tjáð í gær af starfsmönnum síldarbræðslunnar að Ingunn AK væri einnig á leið til Akraness með fullfermi af kolmunna, eða um 2000 tonn.

Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá var engum kolmunna landað hér á Akranesi í fyrra.  Öllum kolmunna var landað á Vopnafirði.  Núna bregður hins vegar þannig við að mun styttra er af miðunum til Akraness heldur en til Vopnafjarðar.

Það hefur komið fram í máli forsvarsmanna HB Granda að einungis hagræðissjónamið eru látin ráða því hvar skip fyrirtækisins landa sínum afla.  Á þeirri forsendu eru skip fyrirtækisins væntanlega að landa afla sínum hér á Akranesi.

Verkalýðsfélag Akraness fagnar því að loksins sé kolmunni farinn að berast aftur til bræðslu hér á Akranesi. 

Hér er um umtalsverða hagsmuni að ræða fyrir starfsmenn síldarbræðslunnar því tekjur starfsmanna byggjast fyrst og fremst á fjölda vakta sem starfsmenn fá yfir árið.  Verkalýðsfélag Akraness hefur bent á að töluverðir hagsmunir séu í húfi fyrir samfélagið hér á Akranesi hvað varðar löndun á uppsjávarafla, nægir þar að nefna tekjur starfsmanna síldarbræðslunnar og einnig tekjur hafnarinnar.

Í fyrra var gríðarlegur samdráttur á launum starfsmanna vegna þess að engum kolmunna var landað hér á Akranesi, sem leiddi af sér umtalsverða fækkun á vöktum starfsmanna.

14
Mar

Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir Íslenskunámskeiði í samvinnu við Símenntunarstöð Vesturlands

Verkalýðsfélag Akraness vinnur nú að því í samvinnu við Símenntunarstöð Vesturlands að halda íslensku námskeið fyrir útlendinga- grunnstig II.  Fyrirhugað er að námskeið hefjist 20. mars nk. og mun námskeið fara fram í Fjölbrautarskóla Vesturlands.

Verkalýðsfélag Akraness finnur gríðarlegan áhuga hjá útlendingum fyrir þessu námskeiði.  Formaður félagsins hefur verið að hafa samband við forsvarsmenn fyrirtækja sem eru með erlent vinnuafl í sinni þjónustu.  Hafa forsvarsmenn fyrirtækja tekið mjög vel í þetta framtak hjá Verkalýðsfélagi og t.d hafa tvö fyrirtæki ákveðið að senda tíu Pólska starfsmenn sína á þetta námskeið. 

Fyrirhugað er að námskeið sé í 30 kennslustundir og kostnaður verði 26.000 þúsund.  Verkalýðsfélag Akraness vill minna fullgilda félagsmenn á að þeir eiga rétt á styrk frá félaginu sem nemur allt að 75% af námskeiðsgjaldinu.  Þannig að kostnaður fullgilds félagsmanns verður 6.500 krónur.  

13
Mar

Dregið verður um útleigu á sumarhúsum félagsins um páskana

Páskaúthlutun á sumarhúsum félagsins verður með sama hætti og gert var í fyrra.   Úthlutunin fer þannig fram að félagsmenn sækja um á skrifstofu félagsins fyrir 31. mars.  Mánudaginn 3. apríl verður síðan dregið úr þeim nöfnum sem sótt hafa um.  Haft verður samband við þá sem fá úthlutað.

11
Mar

Fullbókað í framtalsaðstoðina

Fullbókað er orðið í alla tímana sem eftir voru í framtalsaðstoðina sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir, nú þegar eru nokkrir félagsmenn komir á biðlista.    Félagsmenn eru mjög duglegir að nýta sér þessa þjónustu og eru félagsmenn einnig mjög ánægðir með þessa þjónustu sem hefur verið veitt frá því ný stjórn tók við árið 2003.  það er verið að kanna hvort hugsanlega verði bætt við fleiri tímum, en því miður er alls óvisst hvort hægt verði að koma því við. 

09
Mar

Fundað um kjarasamning Norðuráls í gær

Formenn allra félaga sem eiga aðild að kjarasamningi Norðuráls funduðu í gær ásamt trúnaðarmönnum.  Tilefni fundarins var að fara yfir ýmis mál er lúta að túlkun á atriðum í kjarasamningum.

Einnig var til umræðu orlof starfsmanna en ágreiningur hefur verið uppi um þann kafla samningsins og vonir standa til að það muni leysast farsællega. 

Eins og áður hefur komið fram þá eru nokkur atriði í samningum sem er ágreiningur um og hefur verið ákveðið að funda með forsvarsmönnum og lögmanni Norðuráls mjög fljótlega til að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu í þessum ágreiningi.

07
Mar

Framtalsaðstoð VLFA

Vegna mikillar eftirspurnar eftir framtalsaðstoð hjá VLFA hefur verið bætt við aukadegi þann 20. mars. Ennþá eru nokkrir lausir tímar föstudaginn 17. mars og mánudagana 13. og 20. mars. Félagsmenn geta bókað tíma á skrifstofu félagsins í síma 4309900.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image