• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
May

Árskort með afslætti fyrir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness!

Frá og með deginum í dag býður sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Akraness félagsmönnum sínum 25% afslátt af kortum Íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar. Um er að ræða fjórar gerðir af kortum:

Árskort í þrek og sund:

- fullt verð: 25.000 kr.   - með afslætti: 18.750 kr.

Árskort í sund:

- fullt verð: 15.000 kr.   - með afslætti: 11.250 kr.

6 mán. kort í þrek og sund:

- fullt verð: 14.900 kr.   - með afslætti: 11.175 kr.

3 mán. kort í þrek og sund:

- fullt verð: 9.900 kr.     - með afslætti: 7.425 kr.

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni var afkoma félagsins á síðasta ári afar glæsileg og má rekja þetta framtak sjúkrasjóðs til þeirrar niðurstöðu.

Kortin eru seld með afslætti á skrifstofu félagsins að Sunnubraut 13. Endilega hafið samband við skrifstofuna ef spurningar vakna.

12
May

Starfsmenn SHA nokkuð sáttir

Fundur var haldinn í hádeginu í dag með starfsmönnum Sjúkrahúss Akraness. Á fundinum gerði formaður félagsins starfsmönnum grein fyrir þeim launasamanburði sem honum var falið að vinna. Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni hafa forsvarsmenn SHA kynnt að laun starfsmanna munu hækka frá og með 1. maí um fjóra launaflokka og síðan aftur um 4% þann 1. september. Í samanburðinum kom fram að þegar báðar hækkanirnar verða orðnar að veruleika þann 1. september verði launamunur sem ríkt hefur á milli sambærilegra starfa hjá sveitarfélögunum orðinn nánast enginn.

Starfsmenn voru nokkuð sáttir með að sjá að búið yrði að jafna þennan launamun eins og áður sagði þann 1. september þótt vissulega hefðu starfsmenn viljað sjá allar hækkanirnar koma strax 1. maí. Þó ber þess að gæta að það eru atriði í þessum samanburði sem þarfnast nánari skoðunar og lúta að starfsmönnum í mötuneyti.

Mun formaður hafa samband við forsvarsmenn SHA og fara yfir þau atriði.

Starfsmenn voru sammála því að hverfa frá fyrirhuguðum aðgerðum og vonast til að leiðréttingar þessar komi strax til framkvæmda við næstu útborgun.

09
May

Formanni falið að kanna hvort hækkanir sem komu í dag til starfsmanna SHA dugi til jöfnunar á við sveitarfélögin

Formaður félagsins fundaði með starfsmönnum SHA í morgun vegna óánægju starfsmanna með að vera á lakari kjörum heldur starfsmenn sem gegna samskonar störfum hjá sveitarfélögunum.

Í morgun kom hins vegar tilkynning frá samninganefnd ríkisins um að þeir væru tilbúnir til að hækka kjör starfsmanna sem starfa eftir kjarasamningi SGS við fjármálaráðherra um allt að 4 launaflokka.  Nemur sú hækkun um 12.5% og mun gilda frá 1. maí.   Einnig mun koma 4% launahækkun 1. september svo samtals munu laun starfsmanna SHA hækka um  17%.

Starfsmenn SHA fagna að sjálfsögðu þessari hækkun en fólu jafnframt formanni Verkalýðsfélags Akraness að kanna hvort þessi hækkun dugi til að jafna laun þeirra á við starfsmenn sem starfa við sambærileg störf hjá sveitarfélögunum.

Það kom skýrt fram hjá starfsmönnum SHA að þær sætta sig við ekkert  annað en fullan jöfnuð á við starfsmenn sem starfa við sömu störf hjá sveitarfélögunum.

Ákveðið var að funda aftur á föstudaginn kemur.  Í millitíðinni mun formaður félagsins bera saman launakjör starfsmanna SHA við launakjör starfsmanna sveitarfélaganna, sem starfa við ræstingar, mötuneyti og í þvottahúsi að teknu tilliti til þeirra hækkana sem tilkynntar voru í dag.

08
May

Fundað með starfsmönnum SHA á morgun

Formaður félagsins mun funda með starfsmönnum Sjúkrahúss Akraness í hádeginu á morgun.  Starfsmenn SHA eru verulega ósáttir með að vera með mun lakari kjör en starfsmenn sveitafélaganna hafa og það fyrir sambærileg störf. 

Krafa starfsmanna er hvellskýr, það er að sá launamunur sem ríkir á milli sveitafélaga og ríkis fyrir sambærileg störf verði leiðréttur.  Það kemur í ljós á morgun til hvaða aðgerða starfsmenn SHA grípa til að knýja fram leiðréttingu á sínum launakjörum. 

06
May

Tilkynning frá formanni Verkalýðsfélags Akraness

Í blaðinu Magna sem er blað framsóknarmanna á Akranesi er mynd af formanni Verkalýðsfélags Akraness ásamt formanni starfsmannafélags Akraneskaupstaðar og bæjarstjóranum.  Því miður kemur ekki fram í blaðinu hvert tilefni myndarinnar var en það var vegna þess að framsóknarmenn buðu formanni félagsins á morgunverðafund sem var haldinn vegna baráttudags launafólks 1. maí sl.  

Að sjálfsögðu varð formaður félagsins við þessari beiðni og fór yfir það helsta sem er að gerast í verkalýðsmálum á Akranesi.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness vill að það komi skýrt fram að hann tilheyrir engum stjórnmálaflokki hvorki framsóknarflokknum né öðrum flokkum.  Enda er það mat formannsins að það sé andstætt hagsmunum félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness að formaður félagsins tilheyri einum stjórnmálaflokki, þar sem félagsmenn VLFA koma úr öllum flokkum.

Það er líka mat formannsins að formenn stéttarfélaga eigi ekki að vera í pólitísku amstri fyrir einhvern einn stjórnmálaflokk þar sem félagsmenn stéttarfélaga koma eins og áður sagði úr öllum flokkum.

Eins og áður hefur komið fram þá tilheyrir formaður Verkalýðsfélags Akraness ekki neinum stjórnmálaflokki en vill að sjálfsögðu eiga gott samstarf við alla stjórnmálaflokka og með því er hagsmunum félagsmanna VLFA best borgið.

04
May

Endurúthlutun orlofshúsa sumarið 2006

Upplýsingar varðandi endurúthlutun má finna með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image