• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Sep

Félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness fjölgar sem aldrei fyrr

Félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness eru fleiri nú en nokkru sinni fyrr. Árið 2004, á fyrsta starfsári nýrrar stjórnar félagsins fjölgaði félagsmönnum um 190 og voru í lok þess árs orðnir 1.807 talsins. Í lok síðasta árs voru félagarnir orðnir 1.878 talsins og hafði þá fjölgað um 71 árið 2005.

Það sem af er þessu ári hefur félagsmönnum fjölgað um 306 og eru í dag 2.184 talsins og eru þó aðeins 8 mánuðir liðnir af árinu.

Töluverð fjölgun hefur orðið á starfsfólki hjá stórum fyrirtækjum á félagssvæði VLFA. Samkvæmt skilagreinum voru 199 félagsmenn starfandi hjá Norðuráli í júlí 2005 en þeir voru orðnir 312 í júlí 2006. Fjölgunin er upp á 113 félagsmenn.

Önnur stór fyrirtæki á svæðinu eru m.a. Íslenska Járnblendifélagið með 94 félagsmenn okkar, HB-Grandi með 126 félagsmenn og Smellinn með 59 félagsmenn.

Þessi fjölgun félagsmanna VLFA er afar ánægjuleg og sýnir svo ekki verður um villst að atvinnuástand á okkar félagssvæði er afar gott um þessar mundir. Einnig er greinilegt að félagsmenn okkar kunna vel að meta þá þjónustu sem félagið veitir þeim.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image