• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Sep

Áhugavert námskeið á vegum Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi

Í október hefst námskeið ætlað einstaklingum sem glíma við lestrar- eða skriftarörðugleika og eru á vinnumarkaði, en hyggjast fara í nám eða aftur í nám.  Námskeiðið er 95 kennslustundir og munu nemendur fara í sjálfsstyrkingu, íslensku, tölvu- og upplýsingatækni og í svokallaða Davis leiðréttingu. 

Davis leiðrétting er aðferð sem kennd er við Ron Davis sem sjálfur var lesblindur en tókst að þróa aðferðir til að hjálpa sér og öðrum í námi og daglegu lífi. 

Markmiðið er að auka hæfni til náms og stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. Tilgangur þess er að styrkja sjálfstraust námsmanna, þjálfa þá í lestri og skrift með aðferðum Ron Davis og búa þá undir frekari þjálfun eftir að námskeiðinu lýkur.

“Aftur í nám” er ætlað þeim sem eru komnir af unglingsaldri og glíma við lestrar- og skriftarörðugleika.

Engar kröfur eru gerðar til lágmarks skólagöngu áður en nám hefst og námsmenn gangast ekki undir formleg próf. Kennt er 2x í viku frá kl. 17:00 – 20:00.  Námskeiðið stendur fram í byrjun desember og lýkur með útskrift. 

Kennt er í FVA. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Símenntunarmiðstöðvarinnar www.simenntun.is.  Námsvísir Símenntunarmiðst.er væntanlegur og er hann borinn í öll hús á Vesturlandi. Þar má finna nánari upplýsingar um námskeiðið.  Námskeiðið kostar 46.000 þúsund. 

Rétt er að minna fullgilda félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness á að þeir sem starfa eftir kjarasamningum félagsins og Samtaka atvinnulífsins eiga rétt á styrk frá félaginu sem nemur 75% af  námskeiðskostnaðnum.  Þannig mun umrætt námskeið kosta einungis 11.500 kr. fyrir fullgilda félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image