• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Jun

Samkomulagið sem verkalýðshreyfing gerði við Samtök atvinnulífsins skilar vaktavinnumönnum Norðuráls 25 þúsund króna hækkun á mánuði

Formaður félagsins hefur verið að kanna hvernig starfsmenn sem starfa í stóriðjunni á Grundartanga koma útúr nýju samkomulagi sem verkalýðshreyfingin gerði við Samtök atvinnulífsins í gær.

Starfsmenn sem vinna í vaktarvinnu í Norðuráli munu til að mynda hækka í launum um rétt rúmar 25 þúsund krónur á mánuði.  Ástæðan fyrir því að vaktarvinnumenn Norðuráls hækka umfram 15 þúsund krónurnar í taxtaviðaukanum er að taxtaviðaukinn skapar grunn fyrir yfirvinnu- og vaktarálag. 

 Vaktarálagið hjá Norðuráli er 37.62% þannig að hækkun á grunnlaunum um 15 þús á mánuði gerir það að verkum að vaktarálagið hækkar um 5.643 kr. á mánuði.  Taxtaviðaukinn skapar líka grunn til hækkunar á yfirvinnu og hefur það einnig áhrif á launakjör Norðurálsmanna þar sem þeir skila 26 föstum yfirvinnutímum á mánuði.  Sú hækkun nemur 4.446 kr á mánuði.  Samtals hækka því byrjunarlaun hjá vaktavinnumanni Norðuráls um 25.089 krónur á mánuði.

Vaktavinnumenn Íslenska járnblendifélagsins munu hækka um 20.643 á mánuði.  Skýring á því að þeir hækka ekki um það sama og vaktavinnumenn Norðuráls er sú að þeir skila ekki fastri yfirvinnu eins og Norðurálsmenn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image