• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Jun

Formannafundur hjá Starfsgreinasambandinu var haldinn í gær

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands funduðu í gær.  Tilefni fundarins var að fara yfir stöðuna við Samtök atvinnulífsins vegna endurskoðunar á kjarasamningum.  Einnig var til umræðu aðkoma ríkisstjórnarinnar að hugsanlegu samkomulagi við Samtök atvinnulífsins.

Það liggur orðið fyrir að í nýjum taxtaviðauka munu launataxtar hækka um 15 þúsund krónur og mun það gilda fyrir alla  kjarasamninga og sérkjarasamninga sem félagið hefur gert við Samtök atvinnulífsins.  

Hafi starfsmaður hinsvegar einhverskonar viðbótargreiðslur sem ekki er getið um í kjarasamningum þá hefur atvinnurekandi heimild til að draga viðbótargreiðsluna frá sem nemur allt að 15 þúsund krónum.    

Það náðist hinsvegar að tryggja að fastir afkastahvetjandi bónusar sem ekki er getið um í kjarasamningum í fiskvinnslunni komi ekki til lækkunar á 15 þúsund króna taxtaviðaukanum.  Með þessu er nánast öllum sem starfa í fiskvinnslu tryggð 15 þúsund króna taxtahækkun.

Formaður félagsins telur að miðað við aðstæður geta félagsmenn nokkuð vel við unað þó svo að vissulega hefði við formaðurinn viljað sjá en og meiri hækkanir til okkar félagsmanna.

Staðan er því þannig núna að verkalýðshreyfing er orðin nokkuð sátt við drögin að samkomulagi  við Samtök atvinnulífsins.  Því miður er ekki hægt að segja það sama með aðkomu ríkisins að þessu samkomulagi.  Þó er það vissulega  ánægjulegt að lagfæring mun koma á vaxta-og barnabótakerfið sem mun klárlega skila okkar félagsmönnum töluverðum ávinningi.   Ríkisstjórnin hefur því miður hafnað nýju skattþrepi handa þeim tekjulægstu og við það á verkalýðshreyfing afar erfitt með að sætta sig við.  Formaður félagsins telur það mjög mikilvægt að persónuafslátturinn verði verðtryggður og þá kröfu eigum við að gera á ríkisstjórnina. 

Stjórn félagsins mun halda félagsfund þar sem samkomulagið verður kynnt fyrir félagsmönnum þegar það liggur endanlega fyrir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image