• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Feb

Ingunn Ak landar um 1400 tonnum á Akranesi

Þessa stundina er Ingunn Ak 100 að landa um 1400 tonnum hér á Akranesi.  Formaður félagsins fór rétt áðan og tók bræðslukallana tali og reiknuðu þeir með að um 1100 tonn myndu fara í bræðslu af aflanum hjá Ingunni og um 300 tonn myndu fara í hrognatöku.  Í gær landaði  Færeyska skipið Saksaberg til bræðslu um 247 tonnum. 

Þegar löndun úr Ingunni Ak verður lokið þá hafa um 6000 tonn farið í bræðslu hér á Akranesi.  Þau skip sem landað hafa til síldarbræðslunnar á yfirstandandi loðnuvertíð eru eftirfarandi:

17. Febrúar Víkingur Ak 1300 tonnum
18. Febrúar Svanur RE 759 tonnum
18. Febrúar Faxi RE 847 tonnum

20. Febrúar

Bjarni Ólafson Ak 507 tonnum
21. Febrúar Sunnuberg Ns 991 tonnum
22. Febrúar Ingunn Ak 1.400 tonnum
20
Feb

Búið að landa um 3.500 tonnum til bræðslu á Akranesi á yfirstandandi loðnuvertíð

Búið er að landa um 3.500 tonnum til síldarbræðslunnar hér á Akranesi.  Það verður að teljast afar rýrt miðað við að loðnuvertíðinni fer senn að ljúka.  Aðalskýringin á því hversu lítið hefur verið landað á Akranesi er eflaust að leita í því hversu litlum kvóta hefur verið  úthlutað.

Þessa stundina er verið að landa upp úr Sunnubergi NS 70 en Sunnubergið er með um 1.100 tonn af loðnu.  Til stendur að megnið af þeim afla fari í hrognatöku. 

Föstudaginn 17. febrúar var sagt frá því á heimasíðu HB Granda að það virðist vera loðna á stóru svæði meðfram Suðurlandi. 

 Einnig kom fram á heimasíðunni að  miðað við núverandi úthlutun aflaheimilda í loðnu mega skip HB Granda einungis fara tvo fullfermistúra í viðbót.  Hins vegar standa vonir til að rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson nái nógu góðum mælingum til þess að hægt verði að gefa út viðbótarkvóta. 

Verkalýðsfélag Akraness tekur heilshugar undir vonir forsvarsmanna HB Granda um aukningu á loðnukvótanum.

17
Feb

Loksins landað uppsjávarafla á Akranesi !

Loðna hefur loksins borist til Akraness eftir langa bið.   Víkingur Ak er þessa stundina að landa um 1400 tonnum.  Formaður félagsins fór og hitti starfsmenn síldarbræðslunnar áðan.   Reiknuðu starfsmennirnir með Svanurinn myndi jafnvel landa líka hér á Akranesi í kvöld eða á morgun og væri Svanurinn með um 800 tonn.  Þannig að það ætti að geta orðið bræðsla í verksmiðjunni í nokkra daga sem er gleðiefni fyrir starfsmenn síldarbræðslunnar.  Tekjur starfsmanna bræðslunnar hafa dregist verulega saman í kjölfar þess að nánast engum uppsjávarafla hefur verið landað í verksmiðjunni í heilt ár. 

Síðast var brædd í síldarverksmiðjunni hér á Akranesi 15. mars 2005 og því er mikið fagnaðarefni að loksins hafi verið tekin ákvörðun um að landa uppsjáfarafla hér á Akranesi.  Síldarbræðslan á Akranesi er ein fullkomnasta verksmiðjan á landinu, en það voru gerðar gríðarlegar breytingar á verksmiðjunni fyrir nokkrum árum síðan.

Eins og fram kom hér á heimsíðunni fyrir ca. tveimur vikum þá hafa eigendur HB Granda tekið ákvörðun um leggja aflaskipinu Víkingi Ak 100 eftir núverandi loðuvertíð, og verður skipinu lagt  a.m.k fram í janúar á næsta ári. 

15
Feb

Yfir tvær milljónir í starfsmenntastyrki til félagsmanna á síðasta ári!

Verkalýðsfélag Akraness er aðili að starfsmenntasjóðum Landsmenntar,Ríkismenntar og Sjómenntar.  Á síðasta ári fengu félagsmenn greiddar rúmar tvær milljónir króna úr þessum starfsmenntasjóðum sem félagið er aðili að.  Það voru um 120 félagsmenn sem fengu styrki á síðasta ári, 71 kona og 48 karlar.

15
Feb

Umtalsverð hækkun á starfsmenntastyrkum Landsmenntar og Sjómenntar

Stjórn Landsmenntar ákvað á stjórnarfundi 13. febrúar sl. að hækka einstaklingsstyrki sjóðsins. Hækkunin tekur gildi f.o.m. 1. janúar 2006. Þetta þýðir að það sem búið er að greiða af styrkjum vegna ársins 2006 þarf að leiðrétta m.t.t. hækkunarinnar.

Hækkunin er sem hér segir: Greitt er að hámarki kr. 44.000.- (var áður 35.000.-), aldrei er þó greitt meira en sem nemur 75% af námskostnaði.
Styrkur vegna aukinna ökuréttinda hækkar í kr. 81.000.-(var kr. 42.500.-) og getur viðkomandi einstaklingur einungis fengið þennan styrk einu sinni.
Þá hækka styrkir vegna tómstundanámskeiða í hámark kr.15.000.-  (var kr. 12.000.-) og er endurgreiðsla vegna þeirra 50% af kostnaði eins og áður var.
Styrkir vegna tómstundanámskeiða dragast jafnframt af heildarupphæð einstaklingsstyrks þess árs kr. 44.000.-
Viðmiðunargjald félagsgjalda hækkar í kr. 13.300.- (var kr. 12.400.-)

Verkalýðsfélag Akraness hvetur félagsmenn sína til að nýtta sér þessa styrki eins og kostur er.  Endilega hafi þið samband við skrifstofu félagsins ef þið þurfið nánari upplýsingar.

13
Feb

Verkalýðsfélag Akraness mun fara fram á að mælikvarðar í nýtingabónusnum hjá Íj verði endurskoðaðir

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að senda formlegt erindi til forsvarsmanna Íslenska járnblendifélagsins, þar sem óskað verður eftir að mæliákvarðar í nýtingabónusnum verði endurskoðaðir. 

Það eru þættir í bónusnum sem hafa því miður alls ekki verið að virka sem skildi.  Þó er einn þátturinn af þremur í nýtingabónusnum sem er sýnu verstur og er það í hreinsuðum málmi, sá þáttur í bónusnum hefur ekki skilað þeim ávinningi sem samningsaðilar voru sammála um að hann gæti gert.

Í kaflanum um endurskoðun á bónuskerfinu kemur fram að í febrúar ár hvert er hægt að endurskoða mælikvarða í bónuskerfinu.  Sú endurskoðun getur átt sér stað ef mælikvarðarnir liggja í efrimörkum eða neðrimörkum til langs tíma litið.  Núna hefur d liðurinn í nýtingarbónusnum legið frá byrjun kjarasamningsins í neðrimörkunum og ekkert sem bendir til að þar sé að verða nein breyting á. 

Formaður félagsins telur það afar brýnt að breyta mælikvarðanum í d lið nýtingarbónussins því allt bendir til að hann sé alltof hár.

Þar sem endurskoðun og breyting á mælikvörðum getur einungis átt sér stað í febrúar ár hvert, þótti formanni VLFA nauðsynlegt að senda formlegt erindi um málið. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image