• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Mar

Stéttarfélag á hraðri uppleið

Stjórn félagsins fundaði á mánudaginn var og á fundinum var farið yfir hinn ýmsu mál sem nú eru í gangi hjá félaginu.  

Stjórn félagsins ákvað á fundinum í gær að aðalfundur félagsins skuli vera haldinn á svipuðum tíma og í fyrra eða nánar tiltekið seinni partinn í apríl.

Nú eru að verða liðinn fjögur ár frá því núverandi stjórn tók við Verkalýðsfélagi Akraness.  Það verður að segjast alveg eins og er að VLFA hefur tekið algjörum stakkaskiptum á þessum fjórum árum bæði hvað varðar félagslega þáttinn og alls ekki síður fjárhagslega, en félagsjóður var til að mynda rekinn á yfirdrætti þegar ný stjórn tók við 2003.

Stjórn félagsins hefur á þessum fjórum árum tekist að snúa þessari skelfilegu fjárhagsstöðu algjörlega við og er fjárhagsstaða félagsins mjög góð um þessar mundir.

Fjölgað hefur um rúma 500 félagsmenn á þessum árum og þjónustan við félagsmenn hefur verið stóraukin.  Vissulega er stjórnin þó meðvituð um að alltaf má gera betur hvað varðar þjónustu við félagsmenn.  En markmiðið er skýrt hjá stjórn félagsins, það er að vera það stéttarfélag sem býður sínum félagsmönnum uppá hvað bestu þjónustuna.

Til að nálgast þetta markmið hefur stjórn sjúkrassjóðs ákveðið að bæta við í það minnsta þremur nýjum styrktarflokkum úr sjúkrasjóði félagsins.  Þetta verður kynnt nánar á aðalfundi félagsins í apríl.

21
Mar

Hvaða orlofsstaðir eru í boði 2007?

Að undanförnu hafa starfsmenn félagsins unnið að því koma umsóknum um orlofshús/íbúð í póst.  Umsóknarblöðin ættu að vera búinn að berast öllum félagsmönnum um og eftir helgina.

Umsóknarfrestur er til kl. 14:00 föstudaginn 13.apríl.  Þau orlofshús sem félagið býður uppá í sumar eru á eftirfarandi stöðum:

  • Svínadalur Hvalfjarðastrandarhreppi.
  • Ölfusborgir við Hveragerði.
  • Húsafell í Borgarfirði.
  • Hraunborgir í Grímsnesi.
  • Íbúð í Stykkishólmi.
  • Þrjár íbúðir á Akureyri.
  • Sumarbústaður að Eiðum.
  • Bláfell Biskuptungum.
20
Mar

Fundað um bónuskerfi Íslenska járnblendifélagsins

Formaður félagsins ásamt aðaltrúnaðarmanni Íslenska járnblendifélagsins funduðu með Ingamundi Birni forstjóra IJ og  Önnu Dóru Guðmundsdóttur en hún er ný tekin við starfi sem nefnist  mannauðsstjórnandi hjá ÍJ.

Tilefni fundarins var að fara yfir ýmsa þætti í bónuskerfi fyrirtækisins sem ekki hafa verið að virka sem skildi.  Því miður hefur bónuskerfið  ekki verið að skilja þeim árangri sem samningsaðilar voru sammála um að það ætti að geta gefið starfsmönnum. 

Í samningaviðræðunum þegar kjarasamningur var gerður árið 2005 kom fram að aðilar áætluðu að bónusinn myndi að jafnaði vera í kringum 5,6% á samningstímanum.  Á árinu 2006 var bónusinn hins vegar einungis 3.38% eða sem nemur 2.2% minna heldur en aðilar vonuðust til að hann myndi gefa.

Formaður hefur fundað með trúnaðartengiliðum vegna þessa máls.  Fólu trúnaðartengiliðir ÍJ formanni að leggja til breytingar á bónuskerfinu og á fundinum í morgun afhenti formaður félagsins fram tillögur þar að lútandi. 

Forstjóri Íj tók nokkuð jákvætt í þessar tillögur.  Ákveðið var að funda aftur í byrjun apríl og mun forstjóri IJ væntanlega svara á þeim fundi hvort fyrirtækið sé tilbúið að ganga að þessum tillögum eða ekki.

Fram kom í máli Ingimunds að gríðarlegur tími og orka hefur farið í að undirbúa verkefni er lítur að hinni nýju sérframleiðslu sem hefst væntanlega næsta vor . 

En eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá mun Íslenska járnblendifélagið hefja framleiðslu á svokölluðu sérefni sem nefnist FSM og við það mun rekstur verksmiðjunnar styrkjast til mikilla muna að sögn þeirra sem til þekkja.  Við þessa stækkun munu skapast í kringum 35 til 40 ný störf.

Formaður félagsins telur afar ánægjulegt að forsvarsmönnum Íj hafi tekist að ná þessari sérframleiðslu hingað til lands,  einfaldlega vegna þess að rekstur IJ hefur verið nokkuð sveiflukenndur á liðnum árum og áratugum.  En eins og áður sagði þá eru umtalsverðar líkur á því rekstur verksmiðjunar sé nokkuð vel tryggður í það minnsta næsta áratuginn með tilkomu á áðurnefndri sérframleiðslu FSM.

19
Mar

Landburður hjá Ísaki Ak 67

Það er óhægt að segja að það sé líf og fjör á bryggjunni þessa dagana.  Það er ekki aðeins að mikið berist af loðnu heldur er alger landburður hjá smábátnum Ísaki Ak 67.

Rétt í þessu lagðist Ísak að bryggju með rúm 7 tonn og var einungis búinn að draga þrjár trossur og átti aðrar þrjár úti.  Um leið og búið var að landa héldu þeir félagar Eiður Ólafsson og Kristófer Jónsson út til að vitja þeirra neta sem eftir voru. 

Ekki óvarlegt að áætla að heildaraflinn verði nálægt 15 tonnum þegar þeir félagar hafa vitjað þeirra neta sem þeir áttu eftir að draga. Ísak AK er 11,6 tonn að stærð.  Það hefur gengið ótrúlega vel hjá þeim félögum á þessari vertíð enda er hér um algera harðjaxla um að ræða.  Það verður hins vegar ekki tekið af Eiði Ólafssyni að hann er  einstaklega fengsæll skipstjóri. 

Rétt er að geta þess að þeir félagar á Ísaki Ak eru báðir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

19
Mar

Uppgrip hjá skipverjum á Víkingi Ak

Víkingur Ak var snöggur að fylla sig af loðnu en það tók einungis rétt rúman sólahring að fá um 1.300 tonn.  Formaður fór á bryggjuna í morgun og fékk þær upplýsingar að loðnan hafi veiðst við Malarrifið á Snæfellsnesi.

Faxi Re lá einnig við bryggju með fullfermi þannig að það er nóg að gera við hrognatöku sem og í síldarbræðslunni. 

Það er óhætt að segja að það hafi verið uppgrip hjá skipverjunum á Víkingi Ak.  Formaður félagsins heyrði að hásetahluturinn sé að nálgast þrjár milljónir króna og það á rétt tæpum tveimur mánuðum. Skýrist þessi góði aflahlutur fyrst og fremst af því að afurðaverð er mjög gott þessa stundina, einnig hefur áhöfninni á Víkingi gengið mjög vel við loðnuveiðarnar sjálfar. Víkingur Ak á hugsanlega einn til tvo fullfermistúra eftir sé tekið tillit til þess að ekki verði bætt enn frekar við loðnukvótann.

16
Mar

Gríðarlegt annríki vegna skattaframtalsaðstoðar

Gríðarlegt annríki hefur verið á skrifstofu félagsins vegna skattaframtalsaðstoðar sem félagið bíður uppá. Mun fleiri hafa nýtt sér þessa þjónustu í ár sé miðað við árið í fyrra.

Núverandi stjórn ákvað þegar hún tók við árið 2003 að bjóða uppá þessa þjónustu og eins og áður sagði hefur hún svo sannarlega fallið í góðan jarðveg hjá félagsmönnum.

Tugir erlendra starfsmanna hafa þegið þessa þjónustu á undanförnum dögum og er afar ánægjulegt að sjá að erlent vinnuafl er að nýta sér þá þjónustu sem félagið bíður uppá.

Þær Hugrún Olga Guðjónsdóttir og Björg Bjarnadóttir hafa borið hitann og þungann af þessari þjónustu og hafa gert það með glæsibrag.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image