Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


Í upphafi bæjarráðsfundar á dögunum afhentu fulltrúar íbúa á neðri hluta Akraness bæjarstjóranum á Akranesi undirskriftalista sexhundruð og tveggja íbúa sem mótmæla lyktarmengun frá fiskimjölsverksmiðju HB Granda og Laugafiski ehf. og kröfðust þeir úrbóta.
Eins og áður hefur komið fram hefur Verkalýðsfélag Akraness á undanförnum mánuðum framkvæmt verðmælingar í verslunum á Akranesi fyrir Verðlagseftirlit ASÍ. Tilgangur þessa verðlagseftirlits er að fylgjast með því hvort sú lækkun sem varð á virðisaukaskatti og vörugjöldum þann 1. mars sl. hafi skilað sér í lækkuðu verði til neytenda.
Eins og margoft hefur komið fram hér á heimsíðunni þá heldur VLFA úti öflugu eftirliti með okkar félagssvæði. Er það gert til að tryggja að félagsleg undirboð séu ekki viðhöfð á okkar svæði. Einnig er þetta eftirlit nauðsynlegt til að tryggja að samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem hér starfa verði ekki raskað vegna félagslegra undirboða sem einstaka atvinnurekendur ástunda því miður, dæmin sanna það svo sannarlega.