Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


Óhætt er að segja að ferðahugur sé mikill hjá félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness þetta sumarið. Mikil aðsókn hefur verið í lausar vikur í orlofshúsum félagsins og nú er svo komið að hver einasta vika sem í boði var eftir endurúthlutun er bókuð þar til 24. ágúst nk.
Ekkert lát virðist vera á fjölgun íbúa á Akranesi. Það sem af er þessu ári hefur Akurnesingum fjölgað um 162 íbúa, sem er fjölgun um 2,72% og hafa íbúar á Akranesi ekki verið fleiri frá upphafi og eru nú 6117 talsins samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum.
Í dag funduðu formaður og varaformaður Matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra vegna fyrirhugaðrar skerðingar á aflaheimildum fyrir komandi fiskveiðiár. Formaður sviðsins er Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og varaformaður er Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Formenn Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Húsavíkur munu funda með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra í dag. Þeir félagar Vilhjálmur og Aðalsteinn gegna formennsku í Matvælasviði Starfsgreinasambands Íslands.
Eins og fram hefur komið fram hér á heimasíðunni þá kærði Verkalýðsfélag Akraness fyrirtækið Formaco til lögreglunnar á Akranesi fyrir nokkrum vikum síðan.