• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Jul

Félagsmaður Verkalýðsfélags Akraness lést á leið til vinnu sinnar á Grundartangasvæðinu

Karlmaður á fertugsaldri lést er hann lenti í árekstri á mótorhjóli sínu við strætisvagn um kl. 19 í gærkvöldi. Hann var á leið til vinnu í Norðuráli ásamt tveimur samstarfsfélögum sínum.  Hinn látni var félagsmaður í Verkalýðsfélagi Akraness. 

Slysið varð á Akrafjallsvegi við gatnamót Innnesvegar og Akrafjallsvegar. Bifhjólinu var ekið austur Akrafjallsveg og strætisvagninum í vestur með fyrirhugaða akstursstefnu suður Innnesveg, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Bifhjólið lenti framan á strætisvagninum og hafnaði ökumaður þess utan vegar. Talið er að hann hafi látist samstundis. Hinn látni var á leið til vinnu eins og áður sagði ásamt tveimur félögum sínum og missti annar þeirra stjórn á hjóli sínu við slysið og féll í götuna. Hann meiddist þó ekki.

Tildrög slyssins voru ekki ljós seint í gærkvöldi en ekkert á vettvangi bendir til hraðakstur.

Formaður félagsins er ánægður með hvernig forsvarsmenn Norðuráls hafa brugðist við þessu skelfilega slysi.  Þeir kölluðu strax út áfallateymi frá sjúkrahúsi Akraness til að ræða við samstarfsfók hins látna.

Vinnuveitendur hins látna og formaður félagsins hafa verið í sambandi í gær og í dag vegna þessa skelfilega slys enda voru þetta allt félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness sem komu að þessu hörmulega slysi. 

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness vill votta eiginkonu hins látna, börnum hans, ættingum sem og samstarfsfólki hans, okkar dýpstu samúð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image