• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Formaður fundaði með forsvarsmönnum Norðuráls Formaður í heimsókn hjá Norðuráli
16
Jul

Formaður fundaði með forsvarsmönnum Norðuráls

Á föstudaginn átti formaður fund með Ragnari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Norðuráls og Skúla Skúlasyni starfsmannastjóra. 

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hefur formaður félagsins átt í viðræðum við forsvarsmenn Norðuráls að undanförnu.  Viðræðurnar eru vegna nokkurra atriða sem tengjast hagsmunum þeirra félagsmanna VLFA sem starfa hjá Norðuráli.

Unnið er að lausn á þessum ágreiningi en á þessari stundu er alls óvíst hvort það takist eða ekki.

Eins og formaður hefur sagt áður þá er gríðarlega mikilvægt að gæta vel að hagsmunum starfsmanna Norðuráls í ljósi þess að Norðurál er orðin langstærsti vinnustaðurinn á Vesturlandi.  Í dag eru um 430 starfsmenn að störfum í Norðuráli og eru 360 þeirra félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image