• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins Frá fundi með starfsmönnum ÍJ
14
Jul

Fundað með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins

Formaður félagsins átti fund með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins.  Tilefni fundarins voru hin ýmsu hagsmunamál er lúta að þeim félagsmönnum VLFA sem starfa hjá IJ.

Nú starfa um 110 félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness hjá Íslenska járnblendinu.  Það er hlutverk félagsins að gæta að réttindum sinna félagsmanna í hvívetna og var þessi fundur einn liður í þeirri vinnu.

Fram kom á fundinum að undirbúningur að nýrri framleiðslu sem nefnist FSM er nú í fullum gangi og er fyrirhugað að framleiðslan hefjist í febrúar á næsta ári.

Ljóst er að mun meiri stöðuleiki mun koma í rekstur Íslenska járnblendifélagsins þegar framleiðslan á FSM byrjar en rekstur ÍJ hefur ætið verið nokkuð sveiflukenndur.

Vegna þessarar nýju sérframleiðslu þarf að fjölga starfsmönnum um 35 og er nú þegar búið að ráða 25 starfsmenn.  Eftir á að ráða 10 nýja starfsmenn og er fyrirhugað að því verði lokið í byrjun ágúst að sögn mannauðsstjóra Íslenska járnblendifélagsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image