• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Jun

Ekkert lát á innstreymi erlends verkafólks til landsins

Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað mikið á undanförnum mánuðum sökum samdráttarEkkert lát er á gríðarlegu innstreymi erlends verkafólks inní landið og það á sama tíma og verulegar blikur eru á lofti á íslenskum vinnumarkaði sökum samdráttar í fiskvinnslu og byggingariðnaði eins og dæmi undanfarna vikna hafa sýnt. 

Fyrstu fimm mánuði þessa árs hefur Vinnumálastofnun nýskráð 2074 erlenda starfsmenn en á sama tíma í fyrra voru nýskráningar 2114 á þessu sést að lítið sem ekkert hefur dregið úr innstreymi á erlendu verkfólki til landsins.

Í janúar nýskráði Vinnumálastofnun 354 í febrúar 573 í mars 412 í apríl  353 í maí 382 og allt útlit er fyrir að nýskráningar í júní fari vel yfir 400 samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun.

Það verður að segjast alveg eins og er að formaður félagsins undrast þennan mikla innflutning atvinnurekanda á erlendu verkafólki til landsins sérstaklega í ljósi þess samdráttar og uppsagna sem hafa verið að birtast okkur landsmönnum á undanförnum misserum.   

23
Jun

Sjómaður fær greiddar tæpar þrjár milljónir

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá leitaði sjómaður sem var á loðnubátnum Víkingi Ak 100 til Verkalýðsfélags Akraness vegna slyss sem hann varð fyrir um borð í skipinu á loðnuvertíðinni 2007.  Hann slasaðist í sínum fyrsta túr og var sjómaðurinn frá vinnu í rúma þrjá mánuði samkvæmt fyrirliggjandi læknisvottorði.  Skipsjórinn tjáði sjómanninum á sínum tíma að hann ætti ekki rétt á launum vegna slyssins þar sem einungis hafi verið um tímabundna ráðningu að ræða.

Verkalýðsfélag Akraness fór í málið fyrir umræddan sjómann því ljóst var að maðurinn átti fullan rétt til launa vegna þess slyss sem hann varð fyrir samkvæmt 36 gr. sjómannlaga.  Formaður félagsins fór yfir málið með launafulltrúa og starfsmannastjóra HB Granda og eftir að þau voru búin að skoða málið ítarlega voru þau sammála að hér hefðu orðið mistök og sjómaðurinn ætti fullan rétt til launa í sínum fjarvistum vegna slyssins.

Á síðasta föstudag var gengið frá greiðslum til sjómannsins og nam heildarhlutur sjómannsins rétt tæpum þremur milljónum vegna þess slyss sem hann varð fyrir.

Þetta sýnir hversu mikilvægt það er fyrir félagsmenn að leita til sinna stéttarfélaga ef menn eru ekki vissir hver sín réttindi eru og hvetur formaður félagsins sína félagsmenn til að leita upplýsinga um sín réttindi ef þeir eru ekki vissir um sín réttindi. 

20
Jun

Kjarasamningurinn við ríkið samþykktur

Atkvæðagreiðslu um samkomulag Starfsgreinasambands Íslands f.h. aðildarfélaga sinna, við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, um breytingar á kjarasamningi aðila, sem skrifað var undir 26. maí s.l., lauk nú upp úr hádeginu. Niðurstaðan er sú að samkomulagið var samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða.

Alls voru 2.139 einstaklingar á kjörskrá. Atkvæði greiddu 677 eða 31,7%.  Já sögðu 616 eða 91,0%. Nei sögðu 55 eða 8,0%. Auðir og ógildir seðlar voru 6 eða 1,0%.

19
Jun

Atkvæðagreiðslunni um ríkissamninginn að ljúka

Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá atkvæðagreiðslu vegna ríkissamningana sem voru undirritaðir þann 25. maí síðastliðinn.

Atkvæði þurfa að berast kjörstjórn SGS fyrir kl 12:00 á morgun föstudag 20. júní. Þeir sem hafa fengið atkvæðaseðla en ekki gengið frá þeim í póst eða á skrifstofu félagsins eru beðnir að gera það sem fyrst þannig að tryggt verði að atkvæði berist kjörstjórn SGS í tíma. Fyrirhugað er að tilkynna úrslit í atkvæðagreiðslunni seinni part sama dags.

Stjórn félagsins hvetur þá eindregið sem vinna eftir ríkissamningum að nýta kosningarétt sinn.

18
Jun

Töluverð aukning á meðferðastyrkjum

Umtalsverð aukning hefur orðið á greiðslum úr sjúkrasjóði félagsins vegna meðferðar við áfengis og fíkniefnavanda.  Á síðasta ári námu greiðslur vegna meðferðastyrkja tæpum 2 milljónum og jukust um greiðslunar um 70% á milli ára.

Fullgildir félagsmenn eiga rétt á greiðslu í eitt skipti meðan á meðferð stendur út af áfengis- eða fíkniefnasýki og dagpeninga í allt að 90 daga að loknum greiðslum frá vinnuveitanda. Dagpeningar skulu að viðbættum bótum almannatrygginga ekki nema lægri fjárhæð en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum.

Alltof mörg fyrirtæki greiða sínum starfsmönnum ekki laun vegna meðferðar við áfengis- eða fíkniefnasýki og því er afar mikilvægt að stéttarfélögin séu bjóði uppá meðferðastyrki.  Einfaldlega vegna þess að það er nóg fyrir fólk að vera að kljást við þann skelfilega sjúkdóm sem áfengis- og fíkniefnasýki er, svo fólk þurfi ekki einnig að hafa áhyggur af því að vera launalaust á meðan fólk tekur á sínum vanda.

16
Jun

62 einstaklingar á atvinnuleysisskrá á Akranesi

Stóriðjan á Grundartanga hefur tryggt okkur skagamönnum mikla hagsældStóriðjan á Grundartanga hefur tryggt okkur skagamönnum mikla hagsældSamkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun þá eru 136 manns á atvinnuleysisskrá þessa stundina á Vesturlandinu öllu. Skiptingin á milli kynjanna er þannig að það eru 58 karlar og 78 konur.  Á Akranesi eru 62 á skrá 16 karlar og 46 konur af þessum 62 eru 15 í einhverskonar hlutastarfi.

Á þessu sést að atvinnuástandið hjá okkur skagamönnum verður að teljast nokkuð gott ef tekið er tillit til þess samdráttar sem orðið hefur í veiðum og vinnslu á undanförnum misserum.  Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að stóriðjan á Grundartanga hefur tryggt atvinnumöguleika okkar Akurnesinga gríðarlega á undanförnum árum. 

Ef Norðurál og Íslenaska járnblendið nyti ekki við er alveg ljóst að atvinnuástandið væri mun ótryggara heldur en það er í dag.  Það er hægt að segja að stóriðjan á Grundartanga hafi búið til mikla hagsæld fyrir okkur skagamenn og á þeirri forsendu skilur formaður félagsins það mæta vel að Húsvíkingar vilji ólmir fá álver á Bakka. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image