• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Sep

Forystumenn fjölmargra stéttarfélaga kannast ekki við viðræður um þjóðarsátt

Í fréttum í dag kemur fram að alvarlegar þreifingar hafi átt sér stað á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna um leiðir til að leysa efnahagsvandann til langframa.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness lýsir furðu sinni á þessum fréttum og kannast ekki við að slíkar þreifingar hafi átt sér stað. Það sama má segja um marga aðra forystumenn innan aðildarfélaga ASÍ, þeir koma af fjöllum þegar fréttin er borin undir þá.

Í þessum "þreifingum" á meðal annars að hafa verið rætt um upptöku erlends gjaldmiðils þar sem krónan sé steindauð sem framtíðargjaldmiðill.  Einnig kom fram í fréttum varðandi þessar þreifingar að kjarasamningar verði endurskoðaðir á næstu vikum en ekki beðið fram í febrúar þegar samningar verða lausir í ljósi þess að allar forsendur þeirra séu löngu brostnar. Meðal annars sé gert ráð fyrir því að núverandi samningar verði framlengdir óbreyttir og að laun hækki um 3,5%.
Í fréttinni kemur jafnframt fram að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafi rætt við forystumenn í verkalýðshreyfingunni og kynnt í trúnaði 12 punkta plagg þar sem tíundaðar eru hugmyndir sem verði að taka á til að hér verði komið á jafnvægi í efnahagsmálum.
Í fréttum er einnig fullyrt að samstaða sé að myndast um að atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin, ríkisstjórnin, bankar og fleiri taki höndum saman til að hér náist jafnvægi í efnahagsmálum.

Það væri afar fróðlegt að vita við hverja Samtök atvinnulífsins eru að ræða við innan verkalýðshreyfingarinnar, sérstaklega í ljósi þess að samningsumboðið liggur hjá stéttarfélögunum vítt og breitt um landið og forystumenn fjölmargra félaga kannast ekki við að viðræður um þjóðarsátt standi yfir þessa daganna.

Það er einnig morgunljóst að Það þýðir lítið að tala um þjóðarsátt fyrr en ljóst er hvað aðrir en launafólk ætla að leggja af mörkum.  Rétt er minna enn og aftur á það að þurfa fleiri en íslenskt verkafólk að leggja sitt af mörkum til að viðhalda stöðugleika í íslensku efnahagslífi.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image