• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Nýr kjarasamningur við Landsamband smábáteigenda Beitningamenn að störfum
09
Sep

Nýr kjarasamningur við Landsamband smábáteigenda

Þann 8. júlí sl. gekk Starfsgreinasamband Íslands frá kjarasamningi við Landsamband smábátaeigenda um vinnu við uppstokkun og beitningu á línu. Samningurinn nær einnig til þeirra sem vinna við netavinnu.

Beitningarmönnum eru tryggð ýmis réttindi í þessum nýja kjarasamningi eins og t.d. kauptrygging, orlofs- og desemberuppbætur, réttindi í veikinda- og slysatilfellum og hlífðarfatnaður. Um önnur réttindi sem ekki er getið um í kjarasamningnum við Landssamband smábátaeigenda vísast í aðalkjarasamning SGS við SA.

Það er alveg ljóst að með þessum nýja samningi við Landsamband smábátaeigenda hafa fjölmörg kjaraatriði verið tryggð en hingað til hafa beitningamenn yfirleitt verið án kjarasamnings.

Þó nokkrir beitningamenn tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness og hefur félagið að undanförnu verið að kynna samninginn fyrir sínum félagsmönnum.  Hægt er að skoða samninginn með því að smella á kjarasamningar hér til vinstri og velja beitningarsamningur.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image