Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Ágreiningur um greiðslur á stórhátíðardögum hjá Norðuráli tekinn fyrir í Félagsdómi
Ágreiningur um greiðslu fyrir vinnu á stórhátíðardögum hjá Norðuráli var…
Formaður SGS og forseti ASÍ heimsóttu Drífanda stéttarfélag og kynntu sér atvinnulífið í Vestmannaeyjum
Formaður Starfsgreinasambands Íslands, Villi, ásamt Finnbirni Hermannssyni forseta ASÍ og…


Kosningu Verkalýðsfélags Akraness sem og annarra aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands um verkfall lauk á miðnætti. Það er skemmst frá því að segja að kosningaþátttaka var nokkuð góð eða tæp 60%. Verkfallið var samþykkt með afgerandi meirihluta eða tæplega 98% þeirra sem tóku afstöðu. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að íslenskt verkafólk ætlar ekki að láta það óréttlæti og þá misskiptingu sem ríkt hefur í garð verkafólks á liðnum árum og áratugum viðgangast stundinni lengur.
Formaður fór í gær og kynnti fyrir iðnnemum í Fjölbrautaskóla Vesturlands réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði. Einnig kynnti formaður fyrir iðnnemunum allt það sem Verkalýðsfélag Akraness hefur upp á að bjóða hvað varðar þjónustu og hina ýmsu styrki sem félagið býður sínum félagsmönnum upp á. Félagið er með iðnsveinadeild þannig að þeir sem þarna voru í námi munu væntanlega tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness þegar þeir hafa lokið námi sínu.
Klukkan 8 í morgun hófst kosningin um verkfall verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði. Formaður ítrekar mikilvægi þess að félagsmenn taki þátt í kosningunni og segi já við verkfalli til að knýja fram þá sanngjörnu kröfu um að lágmarkslaun á Íslandi verði orðin 300.000 kr. eigi síðar en innan 3 ára.