• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Oct

Ársfundur ASÍ settur í dag

Í dag var settur ársfundur ASÍ á Hótel Nordica. Fundurinn stendur yfir dagana 18. til 19. október. Yfirskrift fundarins er Íslensk velferð í fremstu röð og eru helstu viðfangsefni fundarins efnahags- og kjaramál og liður sem ber heitið norræna velferðarsamfélagið og vinnumarkaðsmódelið.

Fulltrúar Verkalýðsfélags Akraness á fundinum eru:

Vilhjálmur Birgisson

Jón Jónsson

Björgólfur Einarsson

Tómas Rúnar Andrésson

Þórarinn Helgason

Frekari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu ASÍ, með því að smella hér.

17
Oct

Framboðslisti stjórnar og trúnaðarráðs

Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs mánudaginn 15. október sl. fór fram kosning um hvaða aðilar skipa framboðslista stjórnar. Samkvæmt 29. gr. laga félagsins ber að kynna þennan lista á heimasíðu félagsins og hafa félagsmenn 14 sólarhringa frest til að bera fram aðra lista.

Skila skal framboðslistum inn til kjörstjórnar í síðasta lagi 5. nóvember ásamt meðmælendum samkvæmt reglugerð ASÍ um allsherjarkosningar. Berist kjörstjórn ekki aðrir listar telst þessi framboðslisti sjálfkjörinn til næstu tveggja ára.

Framboðslistann má sjá með því að smella á meira.

Aðalstjórn    

Formaður           

Vilhjálmur Birgisson     

050865-5339

Varaformaður

Bryndís Ó. Guðjónsdóttir      

160859-3859

Ritari

Guðmundur R. Davíðsson

150254-4939

Vararitari

Þórarinn Helgason               

200350-4489

Meðstjórnandi

Júlíus Pétur Ingólfsson               

080159-3079

Varameðstjórnandi          

Skúlína Guðmundsdóttir     

310760-3239

                          

Formenn deilda

Stóriðjudeild          

Oddur Kristinn Guðmundsson

060966-4869

Almenn deild

Elí Halldórsson

301246-2699

Opinber deild

Sigríður Sigurðardóttir

280647-4119

Matvæladeild

Guðrún Linda Helgadóttir

100865-5489

Iðnsveinadeild

Sigurður Guðjónsson

170342-4379

Sjómanna- og vélstjórad.

Jóhann Örn Matthíasson

020945-2579

Varaformenn deilda

Stóriðjudeild

Jón Jónsson

131038-4299

Almenn deild

Tómas Rúnar Andrésson

050559-4169

Opinber deild

Guðrún Guðbjartsdóttir

181175-5759

Matvæladeild

Alma M. Jóhannsdóttir

220856-4459

Iðnsveinadeild           

Þórólfur Guðmundsson

230674-4859

Sjómanna og vélstjórad.  

Svavar S. Guðmundsson

050569-3579

16
Oct

Lágmarkslaun verði 170.000 kr. og skattalækkanir beinist að þeim tekjulægstu

Í gærkvöldi var haldinn opinn félagsfundur hjá Verkalýðsfélagi Akraness. Á dagskrá fundarins voru aðallega tvö mál, annars vegar kynning Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, á hugmyndum um breytingar á veikinda- og slysa rétti og stofnun nýs áfallatryggingasjóðs. Hins vegar var rætt um mótun kröfugerðar Verkalýðsfélags Akraness vegna komandi kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði.

Fundurinn samþykkti að halda áfram þeirri vinnu sem ASÍ hefur verið að vinna í tengslum við breytingar á veikinda- og slysarétti og stofnun nýs áfallatryggingasjóðs. Það kom einnig fram á fundinum að það eru viss atriði sem menn vilja fá nánari skýringar á, en á heildina litið leist fundarmönnum ágætlega á framkomnar tillögur.

Á fundinum lagði stjórn félagsins fram tillögu að kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. Þar kemur m.a. fram að krafa félagsins er sú að lágmarkslaun hækki úr 125.000 kr. í 170.000 kr á samningstímanum og samið verði til tveggja ára. Einnig samþykkti fundurinn að gera þá kröfu á ríkisvaldið að fyrirhugaðar skattalækkanir muni beinast fyrst og fremst að þeim tekjulægstu og væri slíkt t.d. hægt að gera með nýju skattþrepi.

Mikill einhugur og samstaða ríkti á fundinum og fram kom hjá fundarmönnum að menn vonast til að víðtæk sátt náist um stórhækkun lágmarkslauna því það er ekki hægt að bjóða íslensku verkafólki upp á lágmarkslaun sem eru undir fátæktarmörkum.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hafa lágmarkslaun hækkað á síðustu 10 árum um 105% en á sama tíma hefur þingfararkaup hækkað um 145%. Hefði lágmarkslaun fengið sömu hækkun og þingmenn síðustu 10 ár þá væru lágmarkslaun 160.000 kr. Á slíkri forsendu vill verkafólk fá leiðréttingu á sínum launum í komandi kjarasamningum.

Kröfugerð Verkalýðsfélags Akraness má lesa með því að smella á meira.

 

Kröfugerð Verkalýðsfélags Akraness vegna komandi kjarasamninga.

 

  • Samningstíminn verði tvö ár með endurskoðunarákvæðum.
  • Lágmarkslaun hækki í 170.000 kr. á samningstímanum.
  • Ekki verði launataxtar til sem eru undir lágmarkslaunum.
  • Almennar launahækkanir verði verulegar á samningstímanum, þar sem verkafólk á landsbyggðinni hefur setið eftir hvað varðar aðra hópa.
  • Fjölga starfsaldursþrepum.
  • Leggja þarf sérstaka áherslu á að lagfæra laun fiskvinnslufólks, ræstingafólks, sorphirðumanna og síðast en ekki síst hópferðabílstjóra og annarra tækjastjórnenda.
  • Orlofsréttur starfsmanna sem starfað hafa lengur en 10 ár á vinnumarkaði hækki úr 28 dögum í 30 daga. Þá verði gengið frá því að starfsmenn flyti áunninn orlofsrétt milli fyrirtækja.
  • Að kynbundnum launamun verði útrýmt.
  • Hækkun á orlofs- og desemberuppbótum.

 

Aðkoma ríkisvaldsins að komandi kjarasamningum.

 

  • Skattalækkanir beinist fyrst og fremst að þeim tekjulægstu.  Tillaga frá VLFA að tekið verði upp nýtt skattþrep þar sem launþegi með tekjur undir 2 milljónum gerði 18% skatt.
  • Barnabætur hækki.  Það er hægt að gera með því að hækka tekjustofninn verulega áður en til skerðingar kemur.  Einnig er hægt að lækka hlutfall á skerðingarprósentunni.
  • Stimpilgjald af skuldabréfum uppá 1,5% verði aflagt og einnig stimpilgjald af kaupsamningum upp á 0,4%
15
Oct

Félagsmenn munið eftir félagsfundinum í kvöld

Félagsmenn athugið!

Í kvöld verður opinn félagsfundur í Framsóknarhúsinu, Sunnubraut 21 kl. 20:00.

Dagskrá:

1.      Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ kynnir hugmyndir að breytingum á veikinda- og slysarétti og stofnun nýs áfallatryggingasjóðs.

2.      Umfjöllun um mótun kröfugerðar vegna komandi kjarasamningaviðræðna.

 

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta og hafa stefnumarkandi áhrif á komandi kröfugerð.

Veitingar verða í boði.

12
Oct

Tökum frumkvöðlana til fyrirmyndar

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum þeim sem fylgst hefur með íslenskri þjóðmálaumræðu undanfarið að framundan eru kjarasamningaviðræður á hinum almenna vinnumarkaði. Undirbúningsvinna var hafin snemma á þessu ári og eru kröfugerðir verkalýðsfélaganna nú að líta dagsins ljós.

Snemma árs lýsti formaður Verkalýðsfélags Akraness því yfir að eitt af meginbaráttumálum í  væntanlegum kjarasamningaviðræðum væri hækkun lágmarkslauna. Það á ekki að vera hægt að bjóða fólki 125 þúsund króna lágmarkslaun sem eru undir fátæktarmörkum. Taldi hann að færa ætti lágmarkslaun nær markaðslaunum sem skv. könnun SGS eru 176.000 kr á mánuði.

Í tillögu að kröfugerð VLFA, sem lögð verður fyrir félagsfund nk. mánudag, verður m.a. lagt til að lágmarkslaun hækki í 170.000 krónur. Þannig væri hægt að leiðrétta þau kjör sem þeir lægst launuðu hafa þurft að una við og er sú krafa, að mati formanns, síður en svo óraunhæf.

Sunnudaginn 14. október nk. verður Verkalýðsfélag Akraness 83 ára.

Fyrir 83 árum ruddi kraftmikið fólk brautina og varðaði veginn til framtíðar þegar það kom saman í Báruhúsinu á Akranesi í þeim tilgangi að stofna verkalýðsfélag. Eftir langvinna baráttu og þrátt fyrir harða mótspyrnu atvinnurekenda og tilraunir þeirra til að grafa undan einingu félagsmanna tókust loks samningar fyrir verkafólk þar sem kaup þess hækkaði úr 65 aurum í eina krónu á tímann. Með samstilltu átaki náði samninganefndin s.s. 56% hækkun launa í þessum fyrsta samningi verkafólks á Akranesi.

Við sem berjumst fyrir réttindum íslensks verkafólks eigum að taka okkur þessa frumkvöðla til fyrirmyndar, snúa bökum saman og beygja okkur ekki enn eina ferðina fyrir þeim rökum að of mikil hækkun launa verkafólks ógni stöðugleika í þjóðfélaginu. Stöðuleikinn er auðvitað gríðarlega mikilvægur, því andmælir enginn, en hann er ekki eingöngu á ábyrgð verkafólks og nú er komið að öðrum að axla þá ábyrgð.

Við verðum að krefjast mannsæmandi launa til handa verkafólki, fólki sem þegar hefur gert sitt til að viðhalda stöðugleikanum, fólki sem sættir sig ekki við að sitja eftir enn eina ferðina á meðan aðrir þjóðfélagshópar sitja einir að þeim auðævum sem greinilega eru til í þessu landi.

Tími verkafólks er runninn upp, við bíðum ekki lengur.

11
Oct

Ekki má hvika frá þeirri kröfu að lágmarkslaun verði ekki undir 170.000 kr.

Bæta þarf kjör fiskvinnslufólks verulegaBæta þarf kjör fiskvinnslufólks verulegaFormaður Verkalýðsfélags Akraness hefur margoft fjallað um það hér á heimasíðunni að höfuðkrafan í komandi kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði eigi að vera sú að lágmarkslaun verði ekki undir 170.000 kr. í lok samningstímans.

Að undanförnu hafa fleiri stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands tekið undir þessa kröfu félagsins.  Nú síðast var það Verkalýðsfélag Húsavíkur sem það gerði.  Það er ekki spurnig að það er að nást nokkuð víðtæk samstaða innan SGS um stórhækkun lágmarkslauna í komandi kjarasamningum.  Lágmarkslaun upp á 125.000 kr. er íslensku samfélagi til skammar og við forystumenn í SGS getum á engan hátt skotið okkur undan ábyrgð okkar á því að lágmarkslaun eru jafn lág og raun ber vitni.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var spurður á mbl.is í dag útí kröfugerðina hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur um að lágmarkslaun hækki úr 125.000 kr. uppí 180.000 á samningstímanum.  Framkvæmdastjórinn sagðist ekki leggja djúpstæða merkingu í tölurnar enda liggi engin vinna að baki þeim.  Einnig sagði framkvæmdastjórinn að 180.000 kr. lágmarkslaun byggi ekki á neinum rannsóknum á launagreiðslum eða launaþróun eða neinu slíku.

Þessi orð Vilhjálms Egilssonar eiga ekki við þá kröfu sem formaður VLFA hefur haldið á lofti um að lágmarkslaun verði 170.000 kr.

Krafan um að lágmarkslaun fari í 170.000 kr. er byggð á launakönnun sem Starfsgreinasamband Íslands gerði á meðal sinna félagsmanna í september í fyrra.  En í þeirri könnun kom fram að meðaldagvinnulaun hjá verkafólki séu rétt rúmlega 170.000 kr á mánuði. 

Í síðustu viku kynntu Flóabandalags félögin nýja launakönnun sem náði til félagsmanna á stór Reykjavíkursvæðinu.  Í þeirri könnun kom fram að meðaldagvinnulaun á stór Reykjarvíkursvæðinu eruí kringum 200.000 kr.  Það liggur fyrir að mun meira launaskrið hefur verið á Reykjavíkursvæðinu en á landsbyggðinni sökum þeirrar miklu þenslu sem hefur verið á stór Reykjavíkursvæðinu á liðnum árum.

Því miður hefur verkafólk á landsbyggðinni ekki notið jafn mikils launaskriðs eins og gerst hefur á Reykjavíkursvæðinu á liðnum árum.  Það er alvitað að þó nokkuð stór hópur verkafólks á landsbyggðinni vinnur eftir þeim lágmarkstöxtum sem í gildi eru á hverjum tíma fyrir sig.  Vissulega þekkist það einnig á Reykjavíkursvæðinu að verkafólk vinni eftir berstrípuðum lágmarkstöxtum, samt sem áður er mun meira um það á landsbyggðinni.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að það á ekki að hvika frá þeirri sjálfsögðu kröfu um að lágmarkslaun hækki úr 125.000 kr. í 170.000 kr. á samningstímanum.  En hann mun að sjálfsögðu styðja kröfu Verkalýðsfélags Húsavíkur um að lágmarkslaun verði 180.000 kr. í lok samningstímabilsins.  Til að þessar kröfur verði að veruleika þarf víðtæka samstöðu innan SGS, ef að sú samstaða verður til staðar er mörgu hægt að ná fram.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image