• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Nov

Gangsetningu stækkunar álvers Norðuráls í 260.000 tonn lokið

Stækkað álver Norðuráls á Grundartanga er nú komið í full afköst eftir að síðustu 28 kerin voru tekin í notkun um miðja síðustu viku. Verksmiðjan kemur nú til með að framleiða 260 þúsund tonn á ári. Til samanburðar má geta þess að framleiðslugeta verksmiðjunnar var 180 þúsund tonn áður en ráðist var í stækkun í ársbyrjun 2005.

Aukning framleiðslugetu álversins upp í 260.000 tonn hefur gert það að verkum að störfum hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár og er heildarfjöldi starfsmanna Norðuráls í kringum 500 manns. Langflestir starfsmenn Norðuráls tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness eða sem nemur rétt tæplega 400 starfsmönnum.

Það er ekkert ofsögum sagt að Norðurál hafi átt veigamikinn þátt í að treysta búsetu og atvinnufæri hér á Akranesi enn frekar, enda kemur stór hluti starfsmanna frá Akranesi eins og áður sagði.

Þessi mikla uppbygging sem orðið hefur hjá Norðuráli á Grundartanga hefur skipt okkur Skagamenn og nærsveitir gríðarlegu máli.  Það eina sem skyggir á gleðina við þessa miklu uppbyggingu Norðuráls á Grundartanga er að launakjör starfsmanna NA eru þó nokkuð lakari en kjör starfsfélaga þeirra hjá Alcan.

Stéttarfélögin sem eiga aðild að kjarasamningi NA munu einbeita sér að því að eyða þessum launamun þegar núverandi samningur rennur út.  Enda er það óeðlilegt með öllu að kjör starfsmanna NA séu lakari en hjá starfsmönnum Alcan enda um sambærileg störf að ræða.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image