• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Oct

Meginmarkmið SGS, vegna kjarasamningsviðræðna við SA

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands kynntu fulltrúum Samtaka atvinnulífsins meginmarkmið SGS vegna komandi kjarasamninga.

Helstu markmið SGS í komandi kjarasamningum eru eftirfarandi:  Tryggð verði kaupmáttaraukning og efnahagslegur stöðugleiki, stór- hækkun lægstu launa og launaþróunartrygging.

 

Stórbæta verður kjör þeirra sem lægst hafa launin og að kaupmáttur þeirra, sem setið hafa eftir í launaþróuninni, hækki umtalsvert meira en annarra. Samið verði um að taxtar verði færðir nær greiddu kaupi og öryggisnetið þar með gert tryggara. Starfsgreinasambandið vill að samið verði til tveggja ára um almennar launahækkanir sem tryggi verkafólki kaupmáttaraukningu á samningstímabilinu.

Bæta  þarf veikinda-, slysa- og örorkuréttindi. Vísað er til ályktunar þings Starfsgreinasambandsins því sambandi, sem fagnaði hugmyndum um ,,nýtt kerfi veikinda-, slysa- og örorkuréttinda á almennum markaði” sem jákvæðu og mikilvægu framlagi til jöfnunar á veikindarétti félagsmanna aðildarfélaga sambandsins og einu mikilvægasta framfaraspori í þessum efnum um langt skeið. Jöfnun lífeyrisréttinda og aukin tryggingavernd hafa um árabil verið og eru enn markmið á vettvangi kjaramála sambandsins.

 

Önnur markið Starfsgreinasambandsins eru aukin framlög atvinnurekenda í fræðslusjóði. Aukin vernd  launafólks við uppsagnir og að kynbundnum launamun verði eytt.

29
Oct

Kynningarfundur hjá Smellinn haldinn í dag

Í dag hélt formaður félagsins kynningarfund um réttindi og skyldur fyrir starfsmenn Smellinn. Hjá Smellinn starfa um 90 manns og er 50% þeirra af erlendu bergi brotinn. Flestir eru frá Póllandi og Litháen og þess vegna var fenginn pólskur túlkur frá Alþjóðahúsi til að vera með á fundinum.

Fundurinn var haldinn í náinni samvinnu við starfsmannastjóra Smellins.  Á fundinum fór formaður yfir hin ýmsu réttindamál og skyldur á íslenskum vinnumarkaði.

Einnig fræddi formaður innlenda sem erlenda félagsmenn um þá þjónustu og réttindi sem þeim bjóðast hjá Verkalýðsfélagi Akraness. Einnig fór formaður yfir mikilvægi þess að hafa trúnaðarmann á vinnustaðnum en nýverið lét trúnaðarmaður félagsins af störfum hjá Smellinn og var ákveðið á fundinum að kjósa nýja trúnaðarmenn sem fyrst. Mæltist formaður til þess að annar trúnaðarmaðurinn yrði af erlendu bergi brotinn í ljósi þess mikla fjölda erlendra starfsmanna sem starfar hjá fyrirtækinu.

Formaður sagði að alltof mörg fyrirtæki væru að misnota erlenda starfsmenn sem hingað kæmu til starfa og upplýsti formaðurinn að VLFA hefði innheimt um 6 milljónir vegna félagslegra undirboða á erlendum félagsmönnum.  Formaðurinn hvatti erlendu starfsmennina til að láta félagið vita ef þeir vissu til þess að verið væri að brjóta á samlöndum þeirra í starfi.

Formaður er afar ánægður með þá stefnu sem Smellinn hefur haft á undanförnum árum en þeir leggja mikla áherslu á að vera í góðu samstarfi við stéttarfélagið og vilja í hvívetna fara eftir þeim leikreglum sem í gildi eru á íslenskum vinnumarkaði.

Það er alveg óhægt að fullyrða að fundurinn í dag heppnðist mjög vel í alla staði.  Mörg fyrirtæki hér á landi mættu taka starfsmannastefnu Smellinn sér til fyrirmyndar því það er afar jákvætt  þegar fyrirtæki óska eftir því við stéttarfélagið að það upplýsi starfsmenn um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði og það í vinnutíma.

25
Oct

Framboðslisti stjórnar og trúnaðarráðs

Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs mánudaginn 15. október sl. fór fram kosning um hvaða aðilar skipa framboðslista stjórnar.

Samkvæmt 29. gr. laga félagsins um stjórnarkjör ber að kynna þennan lista á heimasíðu félagsins.

 

Skila skal framboðslistum inn til kjörstjórnar í síðasta lagi 5. nóvember ásamt meðmælendum samkvæmt reglugerð ASÍ um allsherjarkosningar. Berist kjörstjórn ekki aðrir listar telst þessi framboðslisti sjálfkjörinn til næstu tveggja ára.

Framboðslistann má sjá með því að smella á meira.

Aðalstjórn    

Formaður           

Vilhjálmur Birgisson     

050865-5339

Varaformaður

Bryndís Ó. Guðjónsdóttir      

160859-3859

Ritari

Guðmundur R. Davíðsson

150254-4939

Vararitari

Þórarinn Helgason               

200350-4489

Meðstjórnandi

Júlíus Pétur Ingólfsson               

080159-3079

Varameðstjórnandi          

Skúlína Guðmundsdóttir     

310760-3239

                          

Formenn deilda

Stóriðjudeild          

Oddur Kristinn Guðmundsson

060966-4869

Almenn deild

Elí Halldórsson

301246-2699

Opinber deild

Sigríður Sigurðardóttir

280647-4119

Matvæladeild

Guðrún Linda Helgadóttir

100865-5489

Iðnsveinadeild

Sigurður Guðjónsson

170342-4379

Sjómanna- og vélstjórad.

Jóhann Örn Matthíasson

020945-2579

Varaformenn deilda

Stóriðjudeild

Jón Jónsson

131038-4299

Almenn deild

Tómas Rúnar Andrésson

050559-4169

Opinber deild

Guðrún Guðbjartsdóttir

181175-5759

Matvæladeild

Alma M. Jóhannsdóttir

220856-4459

Iðnsveinadeild           

Þórólfur Guðmundsson

230674-4859

Sjómanna og vélstjórad.  

Svavar S. Guðmundsson

050569-3579

25
Oct

Mikil samstaða og einhugur á formannafundi Starfsgreinasambands Íslands

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands var haldinn í gær og ríkti gríðarlegur einhugur og samstaða á fundinum vegna komandi kjarasamninga. 

Á fundinum var farið yfir þær kröfur sem aðildarfélög SGS hafa lagt fram vegna komandi kjarasamninga.  Það var mjög jákvætt hversu mikill samhljómur var í kröfum stéttarfélaganna.  Öll félögin innan SGS leggja ofuráherslu á að stórbæta kjör þeirra sem lægstu hafa launin, og horfa félögin þá til stórhækkunar lágmarkslauna í þeim efnum.

Eins og áður sagði þá ríkti mikill einhugur og samstaða á fundinum og ljóst að formenn SGS vonast til að verulegur árangur náist í að lagfæra kjör þeirra lægst launuðu og þeirra sem ekki hafa notið þess launaskriðs sem verið hefur á undaförnum árum.

Kosin var tíu manna viðræðunefnd við Samtök atvinnulífsins og mun hún á næstu dögum og vikum móta endanlega kröfugerð fyrir Starfsgreinasambandið.  Fyrirhugað er að viðræðunefnd SGS skili inn fullmótaðri kröfugerð til Samtaka atvinnulífsins eigi síðar 15. nóvember.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness var kosinn í áðurnefnda viðræðunefnd.   

23
Oct

Verkafólk á landsbyggðinni nýtur ekki sama launaskriðs og gerist á höfuðborgarsvæðinu

Á morgun verður haldinn formannafundur Starfsgreinasambands Íslands.  Á fundinum verða línurnar í komandi kjarasamningum væntanlega lagðar.

Stéttarfélögin á landsbyggðinni hafa verið að skila til SGS hugmyndum að kröfum fyrir komandi kjarasamninga.  Verkalýðsfélag Akraness hefur nú þegar mótað sínar kröfur og eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá leggur félagið mesta áherslu á að lágmarkslaun stórhækki í næstu samningum.

Einnig leggur félagið mikla áherslu á að fyrirhugaðar skattalækkanir ríkistjórnarinnar beinist fyrst og fremst að þeim tekjulægstu.  Þær skattalækkanir sem ríkisvaldið hefur staðið fyrir á liðnum árum hafa fyrst og fremst beinst að þeim tekjuhæstu.  Nægir að nefna afnám hátekjuskattsins í þeim efnum.

Það virðist vera sem flóabandalagsfélögin séu komin mun lengra í undirbúningi fyrir komandi kjarasamninga heldur en landsbyggðarfélögin.  Alla vega eru flóabandalagsfélögin búin að funda mun meira að undaförnu heldur en landsbyggðarfélögin.

Formaður félagsins fer ekki dult með þá skoðun sína að hagkvæmast og árangursríkast væri að Starfsgreinasambandið færi óslitið í komandi kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Slagorð SGS er jú sameinuð til sóknar.

Það vita það flestir að megnið af þeirri þenslu og launaskriði sem verið hefur hér á landi á undaförnum árum er á höfuðborgarsvæðinu.  Verkafólk á landsbyggðinni hefur alls ekki notið þess launaskriðs í sama mæli sem og verið hefur á höfuðborgarsvæðinu.  Þess vegna munu landsbyggðarfélögin væntanlega leggja mikla áherslu á að fá leiðréttingu á sínum launakjörum í samræmi við það launaskrið sem verið hefur á stór Reykjavíkursvæðinu í komandi kjarasamningum.

Forseti ASÍ sagði á kjaramálaráðstefnu ekki alls fyrir löngu að himinn og haf væri á milli launa á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðisins.  Þetta er hárrétt hjá forsetanum og á þessu verða landsbyggðarfélögin að taka í komandi kjarasamningum.  

20
Oct

Formaður VLFA kjörinn sem varamaður í miðstjórn ASÍ

Sjöunda ársfundi Alþýðusambands Íslands lauk í gær.  Ársfundurinn var nokkuð góður og ríkti mikil samstaða  um að lagfæra þyrfti kjör þeirra sem eru með hvað lægstu launin í komandi kjarasamningum.  Einnig var samþykkt ályktun þar sem krafist var að ríkisvaldið bæti stöðu þeirra sem eru hvað verst settir í okkar þjóðfélagi, slíkt væri hægt að gera með margvíslegum hætti t.d. með því að beina fyrirhugðum skattalækkunum að þeim tekjulægstu.

Á ársfundinum var kosið í miðstjórn Alþýðusambandsins bæði aðalmenn sem og varamenn.  Formaður Verkalýðsfélags Akraness var kosinn sem varamaður í miðstjórn ASÍ. 

Það er gríðarlega jákvætt að sjá hversu víðtæk sátt er innan verkalýðshreyfingarinnar um að lögð verði sérstök áhersla á að hækka laun þeirra sem eru með hvað lægstu tekjurnar.  Formaður félagsins hefur sagt að það sé íslensku samfélagi til skammar að lágmarkslaun séu einungis 125.000 krónur á mánuði og við forystumenn í SGS getum á engan hátt skotið okkur undan þeirri ábyrgð hversu lág lágmarkslaunin eru.

Verkalýðsfélag Akraness hefur lagt fram metnaðarfulla kröfugerð og í þeirri kröfugerð kemur fram að VLFA vill að lágmarkslaun hækki úr 125.000 kr. í 170.000 kr. á samningstímanum, en samið verði til tveggja ára.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image