• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Dec

Lyf & heilsa á Akranesi neitar að taka þátt í verðkönnun

Mikill verðmunur reyndist vera á hæsta og lægsta verði á lausasölulyfjum, þ.e. lyfjum sem seld eru án lyfseðils, í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði mánudaginn 26. nóvember sl. Kannað var verð á 24 algengum tegundum lausasölulyfja á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Lyfjaver við Suðurlandsbraut var langoftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 15 lyfjum af þeim 24 sem skoðuð voru.

Könnunin var gerð í eftirfarandi 10 apótekum: Árbæjarapótek Hraunbæ 102b, Garðsapótek Sogavegi 108, Laugarnesapótek Kirkjuteigi 21, Lyf og heilsa Eiðistorgi Seltjarnarnesi, Lyfja Lágmúla 5, Lyfjaval Þönglabakka 6, Lyfjaver Suðurlandsbraut 22, Rimaapótek Langarima 21, Apótek Vesturlands Akranesi og Lyf & heilsu Akranesi. Könnunin var gerð með þeim hætti að lausasölulyfin voru skönnuð á kassa í viðkomandi apóteki og verðtökufólkið fékk kassastrimil. Ef ekki var mögulegt að fá strimil var verð skráð jafnóðum niður þegar það var skannað á kassa.

Forsvarsmaður Lyf & heilsu á Akranesi hafði samband við ASÍ eftir að könnuninni lauk og fór fram á að verð á lauasölulyfjum úr apótekinu yrði ekki birt miðað við framangreinda aðferðafræði.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness harmar þá ákvörðun hjá forsvarsmönnum hjá Lyfju & heilsu að neita að taka þátt í áðurnefndri könnun og það eftir að búið er að taka verðkönnuna.

Það er alveg ljóst að eftir að Apótek Vesturlands kom inná markaðinn hér á Akranesi þá hefur lyfjaverð lækkað umtalsvert neytendum til hagsbóta. Það sést vel á því að Apótek Vesturlands var með lægsta verðið í sex af 24 tilfellum í verðkönnuninni.

Hægt er að skoða niðurstöður verðkönnunarinnar í heild sinni með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image