• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Nov

Krafa SGS lögð fram- lágmarkslaun verði 165.000 í samningslok

Viðræðunefnd SGS lagði fram kröfur sínar á fundi með Samtökum atvinnulífsins nú áðan. Gert er ráð fyrir að laun hækki almennt um 4% þann 1. janúar n.k. og svo aftur um 4%  1. janúar 2009.

Þá er þess krafist að allir launataxtar SGS hækki þann 1. janúar n.k. um kr. 20.000 og aftur um kr. 15.000 1. janúar 2009.

Lagt er til að lágmarks tekjutrygging í dagvinnu hækki úr kr. 125.000 í kr. 150.000 þann 1. janúar n.k. og verði kr.  165.000,- 1. janúar 2009.

Þá segir í kröfugerð SGS að sérstaklega verði hugað að þeim sem setið hafa eftir í launaþróun frá endurskoðun kjarasamninga 2006 og einnig er gert er ráð fyrir aðkomu ríkisvaldsins að kjarasamningunum með aðgerðum í velferðar- og skattamálum í þágu þeirra sem hafa lág laun og miðlungslaun.

Samkvæmt kröfugerðinni er gert ráð fyrir að samið verði til tveggja ára með skýrum forsenduákvæðum, þannig að mögulegt verði að segja upp launaliðum samningsins eftir eitt ár.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur bæði sagt það í viðræðunefndinni og á formannafundi SGS að þessi kröfugerð sé með þeim hætti að ekki sé hægt að gefa neitt eftir af þeim kröfum sem lagðar hafa verið fram. 

Eins og áður sagði þá telur formaður VLFA ekki vera svigrúm til að gefa eftir af þeirri kröfugerð sem sambandið lagði fram í dag og því mun félagið standa fast á þeim kröfum er lúta að launaliðum kröfugerðarinnar. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image