• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
May

Kjarasamningar Iðnaðarmenn

Þann 3. maí s.l. undirritaði Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga sinna, kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd aðildarfyrirtækja og meistarafélaga innan SI. 7 maí var undirritaður samningar við Bílgreinasambandið og Félag pípulagningarmeistara sem er efnislega samhljóða samningum við SA

Helstu atriði samningsins eru:
• Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2019 og til októberloka 2022.
• Launatöflur eru einfaldaðar. Byrjendataxtar hækka að lágmarki um 90.000 kr. Byrjunarlaun sveina hækkar um 114 þúsund krónur. (sjá launataxta í kynningu á netinu)
Almenn launahækkun er:
• 1. apríl 2019 er kr. 17.000.
• 1. apríl 2020 er kr. 18.000.
• 1. janúar 2021 er kr. 15.750.
• 1. janúar 2022 er kr. 17.250.
• Eingreiðsla 26.000 er kr. og kemur til útborgunar í maí 2019. 
Hagvaxtatengdar launahækkanir
• Á árunum 2020 - 2023 komi til framkvæmda launahækkun að gefinni ákveðinni þróun hagvaxtar á hvern íbúa. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og 75% á önnur laun. Hagvaxtartengdar launahækkanir koma til áhrifa 1. maí árin 2020, 2021, 2022 og 2023 og byggjast á hagvaxtartölum ársins á undan, reiknuðum af Hagstofu Íslands. 
Breytingar á vinnutíma – virkur vinnutími - 1. apríl 2020
• Kaffitímar falla út úr virkum vinnutíma, engin breyting á töku kaffitíma nema með ákvörðun á vinnustað.
• Ný deilitala dagvinnu verður 160, í stað 173,33 
• Hækkar dagvinnulaun um 8,33% - mánaðarlaun verða óbreytt
• Virkur vinnutími í dagvinnu er 37 klst. og 24 mínútur

1.april 2020 - Nýjar yfirvinnuprósentur
o Yfirvinna 1: 1,02% af mánaðarlaunum (63,2% álag á dagvinnustund í nýju kerfi miða við deilitölu 160 og 76,7% m.v. eldra kerfi og deilitölu 173,33) hámark 17,33 yfirvinnustundir á mánuði.
o Yfirvinna 2: 1,10% af mánaðarlaunum (Refsiálag) (76% álag á dagvinnustund í nýju kerfi og 90,7% m.v.eldrakerfið og deilitölu 173,33) eftir 17,33 yfirvinnustundir og milli klukkan 00:00 og 06:00

1. janúar 2021
o Yfirvinna 1: 1,00% af mánaðarlaunum (60% álag á dagvinnustund í nýju kerfi m.v. deilitölu 160 og 73,3% í eldrakerfinu m.v. deilitölu 173,33) að hámarki 17,33 yfirvinnustundir.
o Yfirvinna 2: 1,15% af mánaðarlaunum (Refsiálag) (84% álag á dagvinnustund í nýju kerfi m.v. deilitölu 160 en 99,3% m.v. eldra kerfi og deilitölu 173,33) eftir 17,33 yfirvinnustundir og milli klukkan 00:00 og 06:00

• Stórhátíðarálag helst óbreytt, 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu (138,3% m.v. 173,33 deilitölu)
Frá 1. apríl 2020 – ný deilitala 156
o Starfsmenn og fyrirtæki geta stytt vinnutíma á vinnustað niður í 36 klst. á viku (156 klst. á mánuði) með samkomulagi sín á milli, meirihluti starfsmanna þarf að samþykkja slíkt.

 janúar 2022
o Ef fyrirtæki vill ekki stytta vinnutíma með samkomulagi þá geta starfsmenn einhliða stytt vinnutímann, fellt út formleg kaffihlé, og verður vinnutími á viku 36 klst 15 mínútur!
Raunveruleg stytting vinnutíma er þá 3 klst 45 mínútur. Þar af 50 mínútur hrein stytting auk niðurfellingar kaffitíma upp á 2:55.
o Gert í “Stöðluðum, valkvæðum fyrirtækjaþætti”
o Starfsmenn ákveða þessa styttingu í leynilegri atkvæðagreiðslu sín á milli! 
o Virkur vinnutími á viku 36 klst. og 15 mínútu.

Yfirvinna 1 
• Gildir um fyrstu 17,33 klst á launatímabili/mánuði að meðaltali m.v. fullt starf.

Yfirvinna 2 (refsiálag)
• Greiðist af vinnu umfram 177,33 á launatímabili/mánuði!
• Gildir alltaf á nóttunni, frá kl. 00:00 - 06:00
• Verði vinnutími styttur í 156 klst á mánuði lækkar þetta í 173,33 klst

Skýringar á yfirvinnu 1 og 2. 
a) Hjá starfsmanni í fullu starfi sem skilar 37 klst. dagvinnu á viku að meðaltali á launatímabili / mánuði (160 klst. m.v. meðalmánuð) er yfirvinna 1 greidd fyrstu 4 klst. á viku að jafnaði eða 17,33 klst. á mánuði m.v. meðalmánuð. Yfirvinna 2 er greidd fyrir yfirvinnu umfram það.

b) Ef starfsmaður skilar ekki fullri dagvinnu vegna vinnuskipulags eða fjarvista er miðað við að yfirvinna 2 sé greidd þegar starfsmaður hefur skilað 41 klst. á viku að meðaltali á mánuði eða 177,33 klst. m.v. meðalmánuð.

c) Dagvinnustundir á sérstökum frídögum, í orlofi, veikindatilvikum eða launalausu leyfi teljast þó sem hluti 37 klst. vinnuviku / 160 klst. mánaðar. Slíkar fjarvistir teljast til vinnustunda í skilningi a) liðar.

d) Óunnin yfirvinna, sem t.d. er greidd vegna skerðingar á hvíldartíma og aukagreiðsla vegna vinnu í greiddum neysluhléum utan dagvinnutímabils, telst ekki með tímum sem safnast upp og veita rétt til greiðslu yfirvinnu 2.

Hækkanir launaliða 
 Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:
o Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2019 verði orlofsuppbót kr. 50.000. 
o Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2020 verði orlofsuppbót kr. 51.000. 
o Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2021 verði orlofsuppbót kr. 52.000. 
o Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022 verði orlofsuppbót kr. 53.000.

 Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:
o Á árinu 2019 92.000 kr.
o Á árinu 2020 94.000 kr.
o Á árinu 2021 96.000 kr.
o Á árinu 2022 98.000 kr.
• Mælingatala, verkfæra og fatagjald hækka um 2,5% í hvert sinn 1. apríl 2019, 1. apríl 2020, 
1. janúar 2021 og 1. janúar 2022

Önnur atriði

Þjónusta utan bakvakta
Þjónusta utan bakvakta með fjarlausnum og símhringingum. Sé starfsmanni sem ekki er á bakvakt gert að sinna þjónustu með fjarlausnum eða símhringingum í frítíma sínum skal samið um þóknun vegna þess ónæðis sem af því hlýst. Tilgreina skal þóknun í ráðningarsamningi. Með fjarlausnum er átt við vinnu sem starfsmaður getur unnið utan vinnustaðar með tölvubúnaði. 
Við mat á þóknun skal meðal annars litið til þess: 
a. Hversu líklegt er að starfsmaður verði fyrir röskun vegna þjónustunnar. 
b. Hversu mikið vinnuframlag er farið fram á að hálfu starfsmanns vegna þjónustunnar þegar hennar er krafist.
c. Hversu tafarlausra viðbragða er krafist af hendi starfsmanns.
d. Á hvaða tíma sólahrings starfsmaður kann að vera beðinn um að veita þjónustuna.

Bakvaktarákvæði
Ef starfsmaður þarf að vera reiðubúinn að sinna útkalli með skömmum fyrirvara (innan klukkustundar) fær hann greitt sem svarar 33% dagvinnustundar fyrir hverja klst. á bakvakt. 
• Ef starfsmaður þarf að vera reiðubúinn að sinna útkalli innan tveggja klukkustunda fær hann greitt sem svarar 25% dagvinnustundar fyrir hverja klst. á bakvakt.
• Ef starfsmaður þarf að vera reiðubúinn að sinna útkalli innan tveggja til fjögurra klukkustunda fær hann greitt sem svarar 16,5% dagvinnustundar fyrir hverja klst. á bakvakt. 
• Fyrir bakvakt á helgidögum (öðrum en sunnudögum) og stórhátíðardögum greiðist 50% hærra bakvaktarálag en skv. ofanskráðu.
• Bakvaktir skal boða með minnst tíu daga fyrirvara og bakvaktaskrá skal að öllu jöfnu ekki gilda í skemmri tíma en tvær vikur.

Um ónæði vegna síma
• Séu símanúmer starfsmanna gefin upp af hálfu fyrirtækisins skal við launaákvörðun tekið tillit til þeirrar vinnu sem af því hlýst. 
Orlofsávinnsla
• Starfsmaður sem unnið hefur 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%. Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2021 þannig að hærri orlofsprósenta er greidd frá þeim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022.
Veikindi barna
• Veikindaréttur vegna barna á jafnframt við um börn undir 16 ára aldri í alvarlegum tilvikum sem leiða til sjúkrahúsvistar í a.m.k. einn dag.

Kynningafundir:
Kynningafundur verður mánudaginn 13. maí kl. 17:00 í Stórhöfða 31, 112 Reykjavík. Fundurinn er á fyrstu hæð, gengið inn Grafarvogsmegin
Kynningafundur verður haldinn í Hofi, Akureyri miðvikudaginn 15. maí kl. 17:00. Fundurinn er sameiginlegur með öðrum iðnaðarmannafélögum sem stóðu að samfloti í samningsgerðinni.
Kynningafundir verða haldnir víðar um land sameiginlega með öðrum iðnaðarmannafélögum. Fylgist með á heimasíðu félagsins um nánari tímasetningu.

Atkvæðagreiðsla
Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram með rafrænum hætti. Aðgengi að atkvæðagreiðslunni er gegnum heimasíðu þíns félags. Til þess að kjósa þarftu að hafa rafræn skilríki eða Íslykil. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér samninginn á heimasíðu félagsins og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. 
Fyrirtækið APmedia ehf. sér um rafræna kosningu um samninginn. Öll svör vistast í tölvukerfi fyrirtækisins, sem tryggir nafnleynd og að útilokað er að rekja svör til einstaklinga.
Atkvæðagreiðslan hefst föstudaginn 10. maí 2019, kl. 16:00 og mun standa til kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 21. maí 2019.

 

Hér er linkur inn á rafrænar kosningar

14
May

Sveitarfélagssamningar, kröfugerð

Formaður félagsins átti samningarfund með forsvarsmönnum Sambands íslenskra sveitafélaga í gær en eins og flestir vita þá runnu kjarasamningar starfsmanna sveitafélaganna út 31. mars síðastliðinn.

Á fundinum kom fram í máli formanns VLFA að hann væri ósáttur við þann hægagang í þessum viðræðum enda liðinn einn og hálfur mánuður frá því samningurinn rann út. 

Þessu til viðbótar liggur fyrir að búið er að ganga frá lífkjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði sem var afar hagstæður fyrir alla sem taka laun eftir launatöxtum og er sá samningur að sjálfsögðu stefnumarkandi fyrir þá samninga sem félagið á eftir að gera við ríki og sveitafélög.

Formaður fór á fundinum í gær yfir kröfugerð félagsins en fram kom í þeirri kröfugerð að launaliðurinn er algerlega uppbyggður eins og kveðið er á um í lífkjarasamningum sem og að tekinn verði upp svokallaður hagvaxtarauki eins og gert var í lífkjarasamningum.

Kröfugerðin er í 18 liðum og vonar formaður að hægt verði að ganga frá nýjum kjarasamningi við Samband íslenskra sveitafélaga fyrr en seinna enda óþolandi sá dráttur sem búinn er að eiga sér stað hvað nýjan samning varðar.

Í morgun fundaði formaður síðan með bæjarstjóra öðrum forsvarsmönnum bæjarins þar sem sérmál félagsins voru til umræðu og kom fram í máli formanns að skýr krafa sé að bætt verði í sérmálin með einum eða öðrum hætti við gerð þessa samnings.

 

Hér má sjá kröfugerðina

13
May

Iðnaðarmenn - Kynningarfundur !

Þann 3. maí s.l. undirritaði Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga sinna kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd aðildarfyrirtækja og meistarafélaga innan SI.

Kynningarfundur verður fyrir iðnaðarmenn Þriðjudaginn 14. maí kl. 18:00 í sal Samfylkingarinnar Stillholti 18.  

Megin áherslur iðnaðarmanna í þessum samningum voru að tryggja þann árangur sem við höfum verið að ná á síðustu árum ásamt því að tryggja forsendur fyrir áframhaldandi kaupmætti á samningstímanum, uppfæra kauptaxtakerfið og stytta vinnuvikuna.

Margt fleira er í samningnum en þar má m.a nefna breytingu á flutningi orlofsréttar.

Samningurinn verður kynntur betur á þessum fundi og gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslu verði lokið fyrir 22. maí n.k. 

Hvetjum alla þá sem starfa eftir þessum samningum að kíkja á fundinn og ræða málin.

 

Hér er hægt að nálgast samningana.

10
May

162 starfsmenn Norðuráls útskrifast úr stóriðjuskólanum.

Í kjarasamningi VLFA við Norðurál árið 2011 var samið við forsvarsmenn fyrirtækisins um stóriðjuskóla fyrir starfsmenn þess en það hafði verið baráttumál Verkalýðsfélags Akraness um alllanga hríð. Grunnnám stóriðjuskólans er þrjár annir og gefur þeim starfsmönnum sem því ljúka launahækkun upp á 5%. Framhaldsnám skólans mun svo gefa 5% til viðbótar, samtals 10% launahækkun. Í stóriðjuskólanum öðlast starfsmenn aukna færni og þekkingu á lykilferlum við örugga og hagkvæma framleiðslu á áli. Þannig er það bæði hagur starfsmanna og fyrirtækisins að hafa þetta nám innan Norðuráls.

Í gær útskrifaðist sjöundi hópurinn úr stóriðjuskólanum eftir að hann hóf starfsemi en í þetta sinn voru það 33 nemendur sem útskrifuðust, 14 úr grunnnámi og 18 úr framhaldsnáminu. Nú hafa rúmlega 162 starfsmenn Norðuráls útskrifast úr stóriðjuskólanum. Af því tilefni var glæsileg útskriftarathöfn haldin í Norðuráli og mega starfsmenn vera stoltir af allri umgjörð í kringum útskriftina enda skein mikil ánægja úr andlitum útskriftarnema.

Eins og áður sagði gefur stóriðjunámið 5% launahækkun eftir grunnnámið og önnur 5% eftir framhaldsnámið sem þýðir að laun starfsmanns geta hækkað um allt að rúmar 65 þúsund krónur á mánuði þegar bæði grunn- og framhaldsnámi er lokið.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness sendir þeim sem útskrifuðust í gær innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega áfanga.

06
May

Verkalýðsfélag Akraness styrkir Heilbrigðisstofnun Akranes um 1,5 milljón

Verkalýðsfélag Akraness hefur ætíð reynt að láta gott af sér leiða til brýna samfélagsmála á okkar félagssvæði og nægir í því samhengi að nefna að félagið hefur styrkt hin ýmsu góðgerðamál.

Á hverju ári styrkir félagið þá sem sárt eiga um að binda fyrir jólin og það hefur félagið gert með því að afhenta Mæðrastyrksnefnd Vesturlands og sóknarprestinum á Akranesi bónuskort sem þessir aðilar úthluta til þeirra sem eiga í fjárhagsvandræðum fyrir hátíðarnar.

Einnig hefur félagið tekið þátt í að styrkja nokkur brýn verkefni eins og söfnun fyrir neyðarkerru til handa Rauða krossdeild Vesturlands og einnig hefur félagið í tvígang styrkt sjúkrahús Akranes við kaup á sneiðmyndatæki.

Á síðasta aðalfundi félagsins var síðan samþykkt að styrkja Sjúkrahús Akraness um 1,5 milljón til kaupa á þremur nýjum sjúkrarúmum en það er mat stjórnar félagsins og aðalfundar að mjög mikilvægt sé að fyrir okkar félagsmenn að hér á Akranesi sé öflug heilbrigðisþjónusta þar sem veitt er góð þjónusta og til staðar sé góður tækjabúnaður.

Formanni félagsins var falið afhenda þessa 1,5 milljón frá félaginu á aðalfundi Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem haldinn var á síðasta laugardag og var mjög ánægjulegt að heyra þau hlýju orð sem féllu í garð Verkalýðsfélags Akraness vegna þessara styrks.

05
May

Kjarasamningur fyrir iðnaðarmenn undirritaður

Verkalýðsfélag Akraness er með iðnaðarmannadeild og er aðili að Samiðn en 3. maí var undirrtiaður nýr kjarasamningur fyrir iðnaðarmenn og er hann í megin atriðum eins og lífkjarasamningurinn sem undirritaður var fyrir verka-og verslunarfólk 3. apríl

Megin áherslur iðnaðarmanna í þessum samningum voru að tryggja þann árangur sem við höfum verið að ná á síðustu árum og tryggja forsendur fyrir áframhaldandi kaupmætti á samningstímanum, uppfæra kauptaxtakerfið og stytta vinnuvikuna.

Varðandi almennar hækkanir tekur samningurinn mið af þeim samningum sem gerðir voru 3. apríl s.l. Áherslan er á að lyfta þeim sem eru með lág laun en með nýju launakerfi í gegnum fyrirtækjasamninga á seinnihluta samningstímans, verði horft til heildarinnar.
Samningurinn gildir frá 1. apríl og eiga því allir að fá við næstu útborgun ef samningarnir verða samþykktir 17.000 kr. fyrir apríl, 17.000 kr. fyrir maí og 26. 000 kr. eingreiðslu. Orlofsuppbótin hækkar um 2000 kr. og verður 50.000. kr. Ef einstaklingur hefur fengið orlofsuppbót greidda kr. 48.000 eins og hún var 2018 eiga þeir að fá greiddar til viðbótar 2000 kr. og verður viðbótin 62.000 kr. en hjá þeim sem ekki hafa fengið greidda orlofsuppbót kr. 110.000 kr. um næstu mánaðarmót.

Varðandi kauptaxtakerfið þá náðist samkomulag um að stokka það upp og færa og skera neðstu taxtana af og í framtíðinni verði launaákvarðanir meira út í fyrirtækjunum í gegnum nýtt launakerfi. Við bindum miklar vonir við innleiðingu nýs launakerfis og að það geti skilað góðum árangri þegar frammi sækir. Ef vel til tekst ætti það að skila sér til allra bæði í stórum og minni fyrirtækjum en það ræðst að miklu leyti á því hvernig stéttarfélögin fylgja málinu eftir.

Á næstu mánuðum verður lögð vinna í að útfæra launakerfið en í kjarasamningum eru lagðar megin línurnar sem eftir er að útfæra betur. Í framhaldinu verður launakerfið kynnt ekki síst fyrir trúnaðarmönnum á vinnustöðum og þegar kemur fram á næsta ár hefst innleiðingin á vinnustöðum.

Kjarasamningurinn tryggir að stigin verða áþreifanleg skref í styttingu vinnuvikunnar. Í fyrsta lagi verður tekinn upp virkur vinnutími sem þýðir að virkur vinnutími verður 37 vinnustundir á viku frá 1. apríl 2020 sem hækkar tímavinnu einingu í dagvinnu um 8,33% en heildarlaun verða óbreytt miðað við 40 vinnustundir. Frá sama tíma verður breyting á yfirvinnu og verður hún tvískipt. Yfirvinna eitt, sem er fyrir 16 yfirvinnustundir á fjögra vikna launatímabili, og yfirvinna tvö, sem greiðist fyrir vinnutíma umfram 41 virka klst. á viku að meðaltali á launatímabili /mánuði. Yfirvinna tvö er einnig greidd fyrir vinnu á nóttu á tímabilinu frá kl. 00.00-06.00.

Fyrsta janúar 2021 er gert ráð fyrir að stigið verði skref tvö en þá opnast möguleiki á að semja um styttingu vinnuvikunnar í 36 vinnustundir. Takist ekki að útfæra vinnutímastyttingu í fyrirtækjasamningum styttist vinnuvikan 1. Janúar 2022 í 36 stundir og 15 mínútur.

Margt fleira er í samningnum s.s. breyting á flutningi orlofsréttar og bakvaktarkafla.
Samningurinn verður kynntur betur á næstu dögum en gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslu verði lokið fyrir 22. maí n.k.  Sjá samning hér

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image