• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Jan

Hinn árlegi jóla-trúnaðarráðsfundur VLFA var haldinn 30. des

Hinn árlegi jólafundur stjórnar-og trúnaðarráðs Verkalýðsfélags Akraness var haldinn 30. desember síðastliðinn og var fundurinn haldinn á Gamla kaupfélaginu.

Eins og alltaf á þessum hátíðarfundi félagsins fer formaðurinn nokkuð ítarlega yfir starfsemi félagsins á árinu 2019. Fram kom í máli formanns að mjög mikið hafi verið í gangi á árinu 2019, enda nánast allir kjarasamningar félagins og annríkið í samræmi við það.

En þeir kjarasamningar sem voru og eru við það að losna eru eftirfarandi samningar:

 

  • Kjarasamningurinn á hinum almenna vinnumarkaði
  • Sveitafélagasamningurinn
  • Fiskimjölssamningurinn
  • Kjarasamningur Norðuráls
  • Kjarasamningur Elkem Ísland
  • Kjarasamningur Sjómanna

 

Eðlimálsins samkvæmt fór mesta vinnan í kjarasamninginn í samningnn á hinum almenna vinnumarkaði, en í honum lék Verkalýðsfélag Akraness stórt hlutverk, en félagið myndaði bandalag með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Grindavíkur, en kröfugerð þessara stéttarfélaga miðaðist að því að semja með þeim hætti að það sem væri til skiptanna myndi renna krónutölulega og hlutfallslega meira til þeirra sem væru á lökustu kjörunum á hinum almenna vinnumarkaði.

Það var gert með því að gera kröfu um að eingöngu yrði samið með krónutöluhækkunum en ekki með prósentum. Einnig voru þessi félög með skýra sýn á að gera markvissa kröfu á hendur ríkinu sem byggðist á að ráðist yrði í róttækar kerfisbreytingar. En samspil þessara þátta miðuðust að því að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með margvíslegum hætti eins og t.d. að gera kjarasamning sem myndi leiða til lækkunar vaxta á Íslandi ásamt skattabreytingum sem kæmu þeim tekjulægstu hvað best.

Formaður rifjaði upp að þessi hugmyndarfræði gekk öll upp og 4. apríl var undirritaður nýr kjarasamningur sem fékk nafnið lífkjarasamningurinn. Eins og formaður fór yfir á fundinum þá er það hans mat að lífskjarasamningurinn sé sá besti sem hann hefur tekið þátt í að gera hvað verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði varðar þau 15 ár sem hann hefur verið í verkalýðshreyfingunni.

Formaður rifjaði einnig upp þær launahækkanir sem eru í samningum sem og þá snilldar hugmynd er lýtur að svokölluðum hagvaxtarauka sem mun skila launafólki viðbótar krónutöluhækkunum ef hagvöxtur pr. mann verður til staðar.

Formaður nefndi að allt væri á áætlun eins að stýrivextir Seðlabankans væru búnir að lækka um 1,5% og hefðu ekki verið lægri um langt áratugaskeið en fjölmargir hafa endurfjármagnað lán sín og lækkað greiðslubyrgði sína jafnvel um tugi þúsunda. Einnig kom fram í erindi formanns að verðbólga hefi verið 3,3% við undirritun lífskjarasamningsins en í dag væri verðbólgan búin að lækka um 1,3% og stæði í 2%   Þetta þýddi að verðtryggðarskuldir heimilanna væri 22 milljörðum lægri ef ekki hefðu skapast þessi skilyrði fyrir lækkun verðbólgunnar niður í 2%

Formaður fór yfir aðra kjarasamninga eins og t.d. fiskimjölssamninginn en hann var algerlega í anda þess sem um var samið í lífskjarasamningum. Um aðra samninga væri lítið að segja þar sem þeir væru á viðkvæmu stigi eins og viðræðurnar við stóriðjunnar en þeir samningar runnu út um áramótin.

Hins vegar kom fram í máli formanns að sveitafélagasamningarnir sem runnu út í lok mars á síðasta ári væru komnir á það stig að þolinmæði starfsmanna væri að þrotum komin enda liðnir tæpir 10 mánuðir frá því þeir runnu út. Ekki væri hægt að útiloka að til verkafallsátaka kæmi hjá félaginu til að knýja fram nýjan samning. En rétt er að geta þess að félagið er ekki að fara fram á neitt meira en það sem um var samið í lífskjarasamningum og því ótrúlegur sá dráttur sem hefur verið á því að fá nýjan samning við Samband íslenskra sveitafélaga.

Formaður fór einnig fyrir innheimtu og dómsmál sem félagið er með í gangi en það kom fram í máli formanns að honum sé það til efs að nokkurt stéttafélag sé með jafnmörg dómsmál og VLFA en það er yfirlýst stefna stjórnarfélagsins að ef minnsti vafi er á að verið sé að brjóta á réttindum okkar félagsmanna þá ver félagið þau réttindi með kjafti og klóm.

Í lokin nefndi formaður að félagið stæði mjög vel ekki bara félagslaga heldur einnig fjárhagslega og birtist það m.a. í því að félagið lætur félagsmenn ætíð njóta góðs af jákvæðri rekstrarafkomu birtast í fjölgun styrkja eða hækkun þeirra.

Í lok fundarins var öllum boðið uppá góðan fiskrétt að hætti Gunna Hó!

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image