• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Dec

Aðalfundur sjómannadeildar VLFA haldinn í gær

Í gær var haldinn aðalfundur sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness, en auk venjubundina aðalfundastarfa var farið yfir komandi kjarasamninga við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

En eins og flestir sjómenn vita þá rennur kjarasamningur sjómanna út núna um áramótin, en fundarmenn voru sammála að töluvert erfitt yrði að ná saman nýjum samningi.

En fram kom á fundinum að sjómenn sem tilheyra sjómannadeild VLFA vilja leggja ofuráherslu á verðmyndun á sjávarafurðum, enda með ólíkindum sá gríðarlegi verðmunur sem er á milli Noregs og Íslands t.d. á makríl eins og fram kom í skýrslu frá Verðlagsstofu skiptaverðs.

Einnig kom fram á fundinum að það væri með ólíkindum að nánast allar stórútgerðir á Íslandi skuli komast upp með það að stofna sölufyrirtæki erlendis, nánast í þeim eina tilgangi að selja sjálfum sér fiskafurðir, en eftir að útgerðin hefur selt sjálfum sér er nánast órekjanlegt á hvaða fiskverði hann er seldur áfram til þriðja aðila.

Það var ánægjulegt að heyra þá sjómenn sem komu á fundinn lýsa yfir gríðarlegri ánægju með Verkalýðsfélag Akraness, hvað varðar að benda á þessa bláköldu staðreynd að allt bendi til þess að útgerðir séu að ástunda gríðarlegt svindl og svínarí á verðlagningu á uppsjávarafurðum.

Það kom líka fram að þeim fyndist undarlegt að einu aðilarnir sem eru að benda þessar brotlamir séu Verkalýðsfélag Akraness og Kári Stefánsson og þeim fannst ótrúlegt að Sjómannasamband Íslands skili ekki hafi komið sterkt inní þessa umræðu um verðlagsmálin.

Formaður gat ekki svarað af hverju forysta SSÍ hefur ekki tekið þátt í því á opinberum vettvangi að gagnrýna þetta fyrirkomulag og kalla eftir opinberi rannsókn eins og Verkalýðsfélag Akraness hefur margoft gert.

Formaður VLFA sagði hins vegar að hann ætti í mjög góðu sambandi við forystu SSÍ og hann væri viss um að þeir séu á sömu blaðsíðu og við hvað varðar að finnast þessi verðlagsmál þarfnist opinbera rannsóknar.

Einn fundarmanna nefndi að hann hafi verið að horfa á Alþingi og heyrt sjávarútvegsráðherra segja að hann ætlaði að skipa opinbera rannsóknarnefnd um þann gríðarlega verðmun sem er á milli Noregs og Íslands hvað uppsjávarafurðir varðar. En sjávarútvegsráðherra nefndi að þetta ætlaði hann að gera vegna athugsemda frá Verkalýðsfélagi Akraness um þessi mál, hins vegar óttast fundarmenn að þessi nefnd verði í raun ekki óháð.

Þetta var fínn fundur, en sjómenn lögðu einnig mikla áherslu á að fá einnig 3,5% lífeyrisframlag eins og annað launafólk en að öðru leiti leyst sjómennum nokkuð vel á þau kröfugerðardrög sem formaður kynnti fyrir fundarmönnum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image