• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Nov

Fundað með stjórnendum Sjúkrahúss Akraness

Formaður félagsins og trúnaðarmaður funduðu með forsvarsmönnum Sjúkrahúss Akraness í dag.  Var fundur haldinn að ósk formanns VLFA vegna þeirrar miklu óánægju starfsmanna með fyrirætlanir forsvarsmanna SHA að breyta vinnufyrirkomulagi starfsmanna.  Það liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að starfsmenn munu skerðast í launum, að einhverju leiti.  Ósk formanns félagsins og trúnaðarmanns starfsmanna var að stjórnendur SHA myndu skoða með opnum hug hvort hægt væri að mæta þessari skerðingu á launum með einhverjum hætti.   Það verður starfsmanna vegna að finnast viðunandi lausn á þessu máli sem allra fyrst.

Framkvæmdastjóri SHA lofaði að skoða málið og ætlaði að svara stéttarfélaginu fljótlega eftir helgi.  Er það einlæg  von Verkalýðsfélags Akraness að forsvarsmenn SHA geri allt sem í þeirra valdi stendur, til að draga úr þeirri gríðarlegu óánægju starfsmanna, sem skapast hefur útaf þessum hugmyndum að breyttu vinnufyrirkomulagi starfsmanna.

26
Nov

Fundað stíft vegna kjarasamnings Íslenska járnblendifélagsins

Samningafundur var haldinn í dag.  Aðeins eitt mál var til umræðu það var um nýtt bónuskerfi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins.  Voru menn að velta fyrir sér hugmyndum hvaða þætti eigi að nota í vigtun á nýju bónuskerfi.  Komu fram ýmsar hugmyndir fram sem menn eru með til skoðunar.  Næsti fundur er á mánudaginn og verða sérmál ofn og dagmanna til umræðu þá.

25
Nov

Óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Sjúkrahúss Akraness

Formaður félagsins hefur óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Sjúkrahúss Akraness og verður hann haldinn á morgun kl. 13:00.  Er óskin um fund tilkomin vegna gríðarlegar gremju starfsmanna með breytingu á vinnufyrirkomulagi starfsmanna.  Skilur Verkalýðsfélag Akraness reiði starfsmanna mætavel.  Þegar nýbúið er að gera kjarasamning, þá eiga starfsmenn öllu jöfnu ekki von á að laun þeirra muni skerðast eins og allt bendir til að hér sé að gerast.

Vissulega er stofnunin að reyna að hagræða og er það vel.  En oft vill hagræðingin og niðurskurðarhnífurinn bitna fyrst á þeim tekjulægstu.  Hafa ófaglærðir starfsmenn á heilbrigðisofnunum setið illilega eftir í launum á undanförnum árum og var því talsverð von sem starfsmenn SHA höfðu um nýjan kjarasamning.

25
Nov

Forsvarsmenn Norðuráls lögðu fram kröfur sínar í dag

Fundur var haldinn í dag um nýjan kjarasamning Norðuráls.  Forsvarsmenn Norðuráls lögðu fram kröfur fyrirtækisins.  Eru formenn stéttarfélaganna og trúnaðarmenn að fara yfir kröfur fyrirtækisins sitt í hvoru lagi.  Samninganefndin ætlar að hittast  mánudaginn 29. nóv.

24
Nov

Fundað um nýja kjarasamning Norðuráls

Fundað verður um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Norðuráls á morgun.  Fundurinn hefst kl. 10:00.  Á morgun verður gildissvið samningsins til umræðu ásamt fleiri málum. 

23
Nov

Fundað verður um stóriðjuskóla á morgun

Fundur verður á morgun um nýjan kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið.  Aðeins eitt mál verður til umræðu á þessum fundi það er krafa stéttarfélaganna um stóriðjuskóla fyrir verkamenn.  Krafan er að stóriðjuskóli verði starfræktur með sambærilegu sniði og gerist hjá  Ísal.  Verkamenn sem lokið hafa námi í stóriðjuskóla Ísals fá 10.5% launahækkun á grunnlaunin.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image