• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Jan

Fiskvinnslunámskeið hófst í morgun

Fiskvinnslunámskeið hófst í morgun hjá Verkalýðsfélagi Akraness,  um er að ræða 40 stunda námskeið.  Það eru starfsmenn HB-Granda og starfsmenn Laugafisks sem sitja þetta námskeið, einnig sitja námskeiðið nokkrir einstaklingar frá Svæðisvinnumiðlun Vesturlands.  Þeir sem ljúka 40 stunda fiskvinnslunámskeiði fá tveggja flokka launahækkun og eru titlaðir sem sérhæfðir fiskvinnslumenn.  Í morgun var farið yfir atvinnulífið, stéttarfélögin og launakerfið, það var formaður félagsins sem var leiðbeinandi á þessum fyrsta degi námskeiðsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image