• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Dec

Sjötti fundurinn um nýjan kjarasamning við Norðurál var haldinn í morgun

Fundað var um nýjan kjarasamning við Norðurál í morgun.  Ákveðið var að samningsaðilar myndu fara í þá vinnu að klára þau kröfuatriði  sem ekki hafa neinn kostnaðarauka í för með sér fyrir fyrirtækið.  Ætla samningsaðilar að ljúka þeirri vinnu í desember.  Í janúar ætla samningsaðilar að fara í launaliðina og önnur kjaraatriði.  Verkalýðsfélagi Akraness og allri samningsnefndinni hefur borist áskorun frá vaktavinnumönnum, þar sem skorað er á samninganefndina að tryggja að fimmti vakthópurinn komi inn og að laun og önnur kjaraatriði verði jöfnuð við ÍSAL. 

Eins var ákveðið á fundinum að formaður VLFA og formaður FIT myndu fara í þá vinnu ásamt lögmönnum félaganna og fyrirtækisins að finna lausn á gildissviði samningsins. 

01
Dec

Fundað um nýjan kjarasamning Norðuráls á morgun

Fundað verður á morgun um nýjan kjarasamning við Norðurál hefst fundurinn kl. 11:00.  Formenn félaganna og trúnaðarmenn ætla hinsvegar að hittast kl. 8.30 og fara yfir drög að nýjum samningi sem forsvarsmenn Norðuráls lögðu fram á síðasta fundi.  Það er alveg á ljóst að það er himinn og haf á milli samningsaðila, sé miðað við það tilboð sem stjórnendur Norðuráls hafa lagt fram. 

30
Nov

Stefnt að því að ljúka við nýjan kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins fyrir áramót

Fundað var um nýjan kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið í dag.  Fundurinn var haldinn í húsakynnum ríkissáttasemjara.  Var sáttasemjara gerð grein fyrir þeirri vinnu sem samningsaðilar hafa verið að vinna að, milli þeirra funda sem eru haldnir hjá sáttasemjara.  Samningsaðilar hafa rætt lítillega um stóriðjuskólann, bónusmálin, sérmál ofngæslumanna og dagmanna.  Ljóst er að nokkuð ber á milli deiluaðila. 

Ákveðið var að stefna að því að ljúka við gerð nýs kjarasamnings fyrir áramót.  Verður farið á fulla ferð í þessari og næstu viku að ræða saman.  Til stendur að næsti fundur verði á föstudaginn og verði haldið áfram þar sem frá var horfið í bónusmálum.  Það liggur orðið fyrir hvernig menn vilja sjá fyrir sér hvaða atriði verði notuð til vigtunar í bónusnum. 

30
Nov

Félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness koma frábærlega útúr starfsmati sveitarfélaganna

Starfsmat vegna starfsmanna sem vinna hjá sveitarfélögunum, er lokið og verður að segjast alveg eins og er að félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness komu frábærlega út í starfsmatinu.  Til að nefna nokkur dæmi þá eru verkamenn í sorphirðu að hækka sem nemur 6 launaflokkum eða um 7%.

Starfsmenn í heimilisþjónustu eru að hækka um 8 launaflokka eða um 7%.  Eins komu matráðar mjög vel útúr starfsmatinu.  Vill Verkalýðsfélag Akraness benda sínum félagsmönnum á að eftir nýja launakerfinu verður greitt nú um mánaðarmótin.  Síðan eiga starfsmenn að fá leiðréttinu greidda aftur í tímann eða frá 2002, þannig að félagsmenn VLFA munu einhverjir fá ágætan jólaglaðning, því samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofunni þá á að greiða leiðréttinguna út fyrir jól.

29
Nov

Fjölmennur fundur um stóriðjuskólann var haldinn í kvöld

Kynningarfundur um stóriðjuskóla Ísals var haldinn í kvöld. Til að kynna hvernig skólinn virkar hjá Ísal, voru fengnir Kolbeinn Gunnarsson formaður Vlf. Hlífar í Hafnarfirði og Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður Ísals.  Fóru þeir félagar yfir hvernig skólinn varð til og eins hvað hann er að gefa starfsmönnum í launahækkun að loknu námi.  Þegar starfsmaður hefur lokið námi fær hann 10.5% launahækkun.  Ennfremur upplýstu þeir félagar að stjórnendur Ísals hefðu ákveðið að bjóða uppá framhaldsnám í stóriðjuskólanum sem mun gefa þeim sem ljúka framhaldsnáminu 4% launahækkun. 

29
Nov

Fundað um sérmál ofngæslumanna og dagmanna hjá Íslenska járnblendifélaginu

Samningafundur var í dag um nýjan kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins.  Til umræðu voru sérmál ofngæslumanna og dagmanna.  Krafa stéttarfélaganna og trúnaðarmanna er að það aukna álag sem stafar útaf  fækkun starfsmanna á liðnum árum verði bætt starfsmönnum upp, með einum eða öðrum hætti.  Sérkröfur eru samtals í 8 liðum hjá ofngæslumönnum en 4 hjá dagmönnum.  Eru þær nú til skoðunar hjá forsvarsmönnum ÍJ.  Næsti fundur er á morgun kl. 09.00 og er fundurinn haldinn hjá ríkissáttasemjara. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image