• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Jan

Kjarasamningur sjómanna samþykktur

Sjómenn samþykktu kjarasamning sem var undirritaður þann 30. október síðastliðinn, með  57,6% gildra atkvæða. Atkvæði voru talin í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 43,2%.

Samningurinn var gerður milli Sjómannasambands Íslands, Alþýðusambands Vestfjarða og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands annars vegar og Landssambands ísl. útvegsmanna hins vegar.

 Atkvæði voru talin sameiginlega hjá Sjómannasambandi Íslands, Alþýðusambandi Vestfjarða og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands.

 

Á kjörskrá voru 3.505.

Atkvæðu greiddu 1.513 eða 43,2%

 

Já sögðu 861 eða 56,9%

Nei sögðu 635 eða 42,0%

Auðir og ógildir seðlar voru 17 eða 1,1%

 

Af gildum atkvæðum sögðu því 57,6% já og 42,4% nei.  Samningurinn var því samþykktur með 57,6% gildra atkvæða.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image