• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Nov

Fundað um nýjan kjarasamning Sementsverksmiðjunnar

Samningsaðilar hittust í dag vegna kjarasamnings Sementsverksmiðjunnar.  Farið var yfir kröfurnar sem lagðar voru fram á síðasta samningafundi.    Eru trúnaðarmenn að fara yfir það sem fram kom á fundinum til að geta metið hver næstu skref verða í samningsgerðinni.    Ekki var tekin ákvörðun á þessum fundi hvenær næsti fundur skyldi haldinn.

10
Nov

Fundað um nýjan kjarasamning Sementsverksmiðjunnar

Samningafundur verður á morgun vegna  kjarasamnings Sementsverksmiðjunnar.  Einn samningafundur hefur verið haldinn þar sem samningsaðilar lögðu fram kröfur sínar og verða þær til umræðu á fundinum á morgun.

09
Nov

Samningafundur við Íslenska Járnblendifélagið var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara

Samningafundur var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu við Íslenska járnblendifélagið.  Á fundunum lögðu samningsaðilar fram kröfugerðir sínar.  Ofngæslumenn og dagmenn lögðu fram sínar sérkröfur sem verða síðan til umræðu á  næsta samningafundi, sem verður fimmtudaginn 18. nóvember kl. 09.00.    Eins ræddu menn um gildissvið samningsins og eru samningsaðilar að leita leiða til lausar í því máli.

09
Nov

Fundað hjá ríkissáttasemjara í dag vegna Íj

Samningafundur vegna kjaradeilu við Íslenska járnblendifélagið verður haldinn í dag og hefst hann kl. 13.00.  Fundurinn er haldinn í húsakynnum ríkissáttsemjara. 

09
Nov

Samráðsnefnd SHA fundaði í gær

Fundur var haldinn í gær í samráðsnefnd Sjúkrahúss Akraness.  Er þetta í 4 sinn sem nefndin kemur saman frá því hún var sett á laggirnar.  Hlutverk samráðsnefndarinnar er að leysa úr ágreiningi sem upp kann að koma á milli starfsmanna og stofnunarinnar í hinum ýmsu málum.  Hefur nefndinni gengið mjög vel að leysa úr þeim málum sem hefur verið vísað til hennar.  

Á fundinum í morgun óskaði VLFA eftir því við forsvarsmenn SHA að hugað yrði að því að  halda  námskeið fyrir starfsmenn.  Tóku þeir afar vel í þessa hugmynd formanns félagsins og til stendur að eftir áramót verði námskeiðin haldin.   Námskeiðin geta hugsanlega veitt starfsmönnum launaflokkahækkun. 

07
Nov

Góð afkoma hjá Íslenska járnblendifélaginu

Áform eru um að stækka Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga og bæta jafnvel við tveimur ofnum. Þetta kemur fram í viðtali í norska blaðinu Aftenposten við Johan Svensson, forstjóra verksmiðjunnar en verksmiðjan er í eigu norska fyrirtækisins Elkem.

Fram kemur í blaðinu að heimsmarkaðsverð á járnblendi sé nú um 1100 dalir tonnið og hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2002. Hagnaður sé af rekstri íslensku verksmiðjunnar ef verðið á tonni fari yfir 600 dali og því mali verksmiðjan nú nánast gull; hagnaður á síðasta ári hafi verið um 50 milljónir norskra króna, rúmar 530 milljónir íslenskra króna, og er haft eftir Svensson að búist sé við að hagnaðurinn í ár verði ekki minni.

Svensson segir í viðtalinu að framleiðslukostnaður á Íslandi sé mun lægri en í Noregi. Þá sé hið pólitíska umhverfi stöðugt. Verið sé að íhuga að bæta fjórða og fimmta ofninum við í verksmiðjunni á Grundartanga og helsta ástæðan fyrir þeim stækkunaráformum sé hagstætt raforkuverð á Íslandi. Þá sé einnig stefnt að því að auka framleiðslu á sérhæfðari vöru í verksmiðjunni.

Frétt Aftenposten

Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með að rekstur fyrirtækisins gangi jafn vel og segir í fréttinni.  Verkalýðsfélag Akraness telur að þessi góða afkoma muni væntanlega liðka vel fyrir komandi samningum við Íslenska járnblendifélagið.  Næsti fundur vegna nýs kjarasamnings er á þriðjudaginn, og verður fundurinn haldinn í húsakynnum Ríkissáttasemjara, hefst fundurinn kl. 13.00.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image