• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Dec

Aðalfundur sjómanna var haldinn í dag

Aðalfundur sjómanna var haldinn í dag.  Fundurinn var haldinn að Kirkjubraut 40, 3. hæð, hófst hann kl. 14:00 og var lokið kl. 16:15.  Kosið var í stjórn sjómannadeildar, í kjöri voru eftirtaldir aðilar:  Jóhann Örn Matthíasson meðstjórnandi, Már Vilbergsson varameðstjórnandi, Gísli Jón Bjarnason ritari og vararitari Elías Ólafsson.  Ekki komu fram aðrar tillögur og skoðast þeir því rétt kjörnir í stjórn sjómannadeildar.  Því næst fór fram kynning á nýgerðum kjarasamningi sjómanna.

Hólmgeir  Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands kynnti fyrir fundarmönnum nýgerðan kjarasamning sjómanna.  Lögðu fundarmenn hinar ýmsu spurningar varðandi nýgerðan samning fyrir Hólmgeir sem hann svaraði eftir bestu getu.  Ljóst er að sitt sýnist hverjum um nýgerðan samning sjómanna.  Eftir að Hólmgeir hafði kynnt samninginn, þá kusu fundarmenn  um samninginn.  Stjórn Verkalýðsfélags Akraness vill þakka Hólmgeiri Jónssyni kærlega fyrir góða og gagnlega kynningu.  Sjómenn athugið að hægt verður að kjósa um samninginn til 31. desember 2004 á skrifstofu félagsins að Sunnubraut 13.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image