• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Mar

Formaður félagsins fundar með trúnaðartengiliðum Íslenska járnblendifélagsins á morgun

Formaður félagsins mun funda með trúnaðartengiliðnum Íslenska járnblendifélagsins á morgun kl 13:30 á skrifstofu félagsins.  Tilefni fundarins er að félagið og trúnaðartengiliðirnir ætla að undirbúa sig eins vel og kostur er   fyrir fundinn með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins sem haldinn verður á þriðjudaginn n.k.   Það er mat Verkalýðsfélags Akraness að  alger úrslitastund í þessari kjaradeilu sé nú að renna upp.  Annað hvort leysa deiluaðilar þessa kjaradeilu á þriðjudaginn n.k, ella er líklegt að það þessi kjaradeila endi í átökum 

02
Mar

Samkomulag náðist við Klafa um áunnin réttindi fyrrverandi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins sem nú starfa hjá Klafa

Verkalýðsfélag Akraness náði samkomulagi við forsvarsmenn Klafa í morgun.   Ágreiningurinn var um það hvort starfsmenn sem hæfu störf hjá Klafa og væru fyrrverandi starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins, ættu rétt á að flytja þau áunnu réttindi  yfir til Klafa, t.b starfsaldurshækkanir.  Það eru fjórir  starfsmenn hjá Klafa sem munu fá leiðréttingu á sínum  launakjörum aftur í tíman og einn hækkar um 18% í launum.  Leiðréttingin aftur í tíman fyrir þessa fjóra starfsmenn hljóðar upp á 412.000 þúsund krónur.   Um töluverða hagsmuni voru því í húfi fyrir starfsmenn Klafa .   Eins og fyrr sagði þá náðist samkomulag um þetta í morgun við framkvæmdastjóra Klafa  og er Verkalýðsfélag Akraness afar ánægt  með viðbrögð Klafa í þessu máli.  

01
Mar

Fundað var um samskiptamálin í dag hjá Íslenska járnblendinu

Forsvarsmenn Íj funduðu með trúnaðarmönnum og trúnaðartengiliðum í dag.  Tilgangur með þessum fundi var að fara yfir samskiptamálin á milli stjórnenda og starfsmanna, sem því miður hafa alls ekki verið nógu góð á liðnum árum.  Starfsmenn hafa kvartað yfir stórauknu álagi sem hefur lent á starfsmönnum á liðnum árum, ásamt ýmsum öðrum atriðum sem betur hefðu mátt fara í samskiptum við starfsmenn.  Það er mat flestra þeirra sem sátu fundinn í dag að hann lofi nokkuð góðu, og geti leitt til þess að samskiptin á milli stjórnenda og starfsmanna geti færst til betri vegar.  Forsvarsmenn Íj sýndu vilja á fundinum í dag til að leggja sitt af mörkum við að  bætta samskiptin á milli stjórnenda og starfsmanna, og er það vel.  Nú er ekkert annað hægt, en að vona að hugur fylgi máli hjá stjórnendum ÍJ

28
Feb

Forsvarsmenn ÍJ hafa boðað til fundar á morgun með trúnaðarmönnum og trúnaðartengiliðum

Forsvarsmenn Íj hafa boðað trúnaðarmenn og trúnaðartengiliðina hjá Íslenska járnblendifélaginu til fundar á morgun kl 13:30.  Tilefni fundarins er  að fara yfir samskiptin á milli starfsmanna og stjórnenda fyrirtækisins.  Það hefur vart farið fram hjá neinum starfsmanni sem starfað hefur hjá fyrirtækinu  á síðastliðnum sex árum,  að starfsmannastefna fyrirtækisins hefur gjörbreyst eftir að Elkem eignaðist meirihluta í Íslenska járnblendifélaginu.  Sú harða starfsmannastefna sem eigendur IJ hafa tileinkað sér hefur leitt það af sér að óánægja starfsmanna hefur aukist til mikilla muna á liðnum árum.  Því er það afar jákvætt ef forsvarsmenn Íj vilja leggja sitt af mörkum til að laga þennan neikvæða starfanda, sem orðin er ríkjandi á athafnasvæði fyrirtækisins.

 Verkalýðsfélag Akraness vonar það innilega að þessi fundur á morgun muni leiða það af sér að samskipti stjórnenda og eigenda fyrirtækisins gjörbreytist til hins betra öllum til heilla.

28
Feb

Kosningu um 8 eða 12 tíma vaktakerfi lokið

Á fundi með starfsmönnum Norðuráls 14. febrúar  var ákveðið að gera könnun hvort starfsmenn vildu frekar vinna á 12  eða 8 tíma vöktum.  Talningu lauk rétt í þessu og niðurstaðan er nokkuð skýr.  Á kjörskrá voru 112, það voru 88 starfsmenn sem greiddu atkvæði eða, 78.6% 58 starfsmenn vildu 12 tíma vaktakerfi eða 66%,   28 starfsmenn vildu 8 tíma vaktakerfi eða 32%, og 2 seðlar voru ógildir eða 2%.   Þessi könnun gerði ráð fyrir því að fimmta vakthópnum verði bætt við.  Vilji meirihluta starfsmanna er orðin skýr og mun samninganefnd stéttarfélaganna haga vinnu sinni eftir vilja starfsmanna. 

25
Feb

Formaður félagsins fór í heimsókn til starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins í kvöld

Formaður félagsins fór og heimsótti starfsmenn á E vaktinni í kvöld.  Starfsmenn fóru yfir stöðuna í kjaraviðræðunum með formanni félagsins.   Starfsmenn spurðu formann félagsins hver hugsanlega væru næstu skref  í þessum kjaraviðræðum, eftir atburði dagsins.   Formaðurinn gerði starfsmönnum grein fyrir samningafundinum sem haldinn var hjá ríkissáttasemjara í dag.  Einnig lýsti formaðurinn yfir töluverðum áhyggjum um áframhaldið á þessum viðræðum við forsvarsmenn ÍJ, því útlitið væri vissulega orðið verulega dökkt.

 Það er og verður skylda deiluaðila að reyna nú eftir fremsta megni, að leysa þessa deilu.  Allir þurfa að leggja sitt að mörkum til að það markmið takist.   Enn og aftur finnur formaður félagsins mikilvægi þess að vera í nánu sambandi við sína félagsmenn.  Þessi heimsókn í kvöld heppnaðist í alla staði mjög vel og samstaða starfsmanna er til fyrirmyndar.  Það er einlægur vilji Verkalýðsfélags Akraness að lausn finnist á þessari deilu sem allra fyrst, því annars getur þessi deila hlaupið í verulegan hnút sem erfitt getur verið að leysa.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image