• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Mar

Samkomulag náðist við Klafa um áunnin réttindi fyrrverandi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins sem nú starfa hjá Klafa

Verkalýðsfélag Akraness náði samkomulagi við forsvarsmenn Klafa í morgun.   Ágreiningurinn var um það hvort starfsmenn sem hæfu störf hjá Klafa og væru fyrrverandi starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins, ættu rétt á að flytja þau áunnu réttindi  yfir til Klafa, t.b starfsaldurshækkanir.  Það eru fjórir  starfsmenn hjá Klafa sem munu fá leiðréttingu á sínum  launakjörum aftur í tíman og einn hækkar um 18% í launum.  Leiðréttingin aftur í tíman fyrir þessa fjóra starfsmenn hljóðar upp á 412.000 þúsund krónur.   Um töluverða hagsmuni voru því í húfi fyrir starfsmenn Klafa .   Eins og fyrr sagði þá náðist samkomulag um þetta í morgun við framkvæmdastjóra Klafa  og er Verkalýðsfélag Akraness afar ánægt  með viðbrögð Klafa í þessu máli.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image