• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Apr

Fimm nýir heiðursfélagar

Á aðalfundinum í gær voru fimm aðilar gerðir að heiðursfélögum fyrir óeigingjarnt og frábært starf í þágu félagsins í tugi ára. Þeir aðilar sem áttu hlut hér að máli hafa meðal annars verið í stjórn félagsins frá 19. nóvember 2003 og sum þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum lengur en það og því var tímabært að heiðra þetta ágæta fólk með þessari nafnbót.

Þeir aðilar sem um ræðir eru:

  • Alma María Jóhannsdóttir
  • Elí Halldórsson
  • Jóna Ágústa Adolfsdóttir
  • Sigríður Selma Sigurðardóttir
  • Sigurður Guðjónsson

 

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness vill þakka þessu fólki fyrir þeirra framlag í þágu félagsins, framlag sem byggist á því að hafa tekið þátt í að efla og styrkja Verkalýðsfélag Akraness á liðnum áratugum og tekið þátt í að gera það að því afli sem það er í dag. Það er ekki sjálfgefið að fólk helgi sig starfi sem tengist verkalýðsbaráttu með þeim hætti sem áðurnefndir aðilar hafa gert.

Þeir sem áður hafa verið heiðursfélagar í Verkalýðsfélagi Akraness eru eftirfarandi en þau eru öll látin:

  • Agnar Jónsson
  • Ásmundur Uni Guðmundsson
  • Bjarnfríður Leósdóttir
  • Garðar Halldórsson
  • Herdís Ólafsdóttir
  • Sigrún Clausen
  • Skúli Þórðarson

 

Allt þetta fólk lék veigamikið hlutverk í starfi félagsins í gegnum tíðina og er það ómetanlegt að fólk láti sig starf félagsins varða.

Myndir frá aðalfundinum má sjá hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image