• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Feb

Fundur verður haldinn hjá ríkissáttasemjara á morgun kl. 10:00

Fundur verður á morgun hjá ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið.  það var  ríkissáttasemjari sem boðaði til fundarins, eflaust munu deiluaðilar einungis fara yfir stöðuna eins og hún er í dag, og hvernig  framhaldið á viðræðunum skuli háttað.  Verkamennirnir hafa sett upp  nýjar kröfur sem forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins verða afhentar á fundinum á morgun.

 Formaður félagsins ásamt starfsmanni af E vaktinni funduðu með Sigurði Sigurðssyni sem er einn af samningamönnum Íj vegna skilatíma starfsmanna og lítur að skyldu starfsmanna til að sitja námskeið sem fyrirtækið stendur fyrir.  Á fundinum kom það skýrt fram að það er alls enginn ágreiningur um skilatímana, allavega ekki milli þeirra sem sátu fundinn þ.e formanns félagsins, starfsmanns á E vaktinni og Sigurðar Sigurðssonar. 

23
Feb

Fyrirhugað að halda námskeið um fjármál heimilanna um miðjan mars

Verkalýðsfélag Akraness hefur í hyggju að koma á námskeiði um fjármál heimilanna.  Félagið telur mikla þörf fyrir námskeið af þessum toga.  Námskeiðið verður haldið um miðjan mars ef næg þátttaka fæst. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða starfsmenn frá Ráðgjafastofu heimilanna, sem hafa mikla reynslu um fjármál heimilanna í gegnum störf sín.  Námskeiðið verður auglýst nánar þegar nær dregur.

23
Feb

Fullgildir félagsmenn athugið !

Verkalýðfélag Akraness vill minna félagsmenn sína á að sjúkrasjóður félagsins endurgreiðir 1.500 kr vegna krabbameinsleitar.  Eina sem félagsmenn þurfa að gera er að koma með greiðslukvittun vegna krabbameinsleitarinnar á skrifstofu félagsins.

22
Feb

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið föstudaginn 25. febrúar.  Á fundinum munu deiluaðilar fara yfir stöðuna eins og hún er í dag eftir að kjarasamningurinn var felldur, og líklega ákveða hvernig framhaldinu verður háttað.  Verkalýðsfélag Akraness hefur sett upp þær kröfur,  sem  trúnaðartengiliðirnir og starfsmenn vilja ná fram til að hægt verði að ganga frá nýjum kjarasamningi.  Verða kröfurnar væntanlega lagðar fram á fundinum hjá sáttasemjara á föstudaginn.

21
Feb

Mikil samstaða á meðal starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins vegna kjaradeilu við eigendur fyrirtækisins (Elkem)

Verkalýðsfélag Akraness fundaði með trúnaðartengiliðum Íslenska járnblendifélagsins í dag.  Lögðu tengiliðarnir fram þær kröfur sem þeir hafa tekið saman í fullu samráði við starfsmenn Íj.  Voru trúnaðartengiliðirnir einhuga um þær kröfur sem teknar hafa verið saman, og verða lagðar  fram á næsta samningafundi sem ríkissáttasemjari heldur.  Ekki verður farið efnislega yfir þær kröfur sem starfsmenn vilja ná fram  á þessu stigi málsins .   Væntanlega verður næsti samningafundur hjá sáttasemjara á næsta föstudag.  Fram kom hjá trúnaðartengiliðunum að mikil samstaða sé hjá starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins í þessari kjaradeilu við eigendur Íslenska járnblendifélagsins. 

 Það er mat Verkalýðsfélags Akraness að það sé þó nokkuð líklegt að það geti komið til vinnustöðvunar í þessari kjaradeilu.   Það er alveg morgun ljóst að eigendur fyrirtækisins verða að koma til móts við þær kröfur sem trúnaðartengiliðir starfsmanna hafa tekið saman í samvinnu við starfsmenn ÍJ.  Ef ekki er útlitið orðið verulega dökkt, og er þar vægt til orða tekið.

21
Feb

Formaður félagsins fór í vinnustaðaheimsókn til starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins í morgun

Formaður félagsins fór í vinnustaðaheimsókn til starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins í morgun.   Það er afar mikilvægt að mati félagsins að vera í góðu sambandi við félagsmenn sína og var þessi heimsókn einn liður í því.  Ræddu starfsmenn og formaður félagsins um þá stöðu sem upp væri komin eftir að nýgerður kjarasamningur var felldur.  Formaður félagsins skýrði starfsmönnum frá því að Verkalýðsfélag Akraness muni funda með trúnaðartengiliðinum kl. 13:30 þar sem farið verður yfir þær kröfur sem trúnaðartengiliðir hafa tekið saman hjá starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image